Vera - 01.06.1992, Side 29
Nú bykir
sjálfsaat að rara í
andlitslvrtingu, láta
sjúga fitu úr maaa
og lærum og stækka
brjóstin.
Konur eru enn
dæmdar fyrst og
fremst eftir útlitinu,
og goðsagan um
Ijótu og illa tilhöfðu
kvenréttindakonuna
lifir góðu lífi.
aðinum, nú á tímum kreppu og
samdráttar í atvinnulífi. Wolf
heldur þvi fram að konur ættu að
hafa allar forsendur til að ná
yfirburðastöðu á vinnumarkaðin-
um, ef lögmál markaðarins væru
látin ráða. Konur eru sveigjanlegt
vinnuafl, þær eru vanar miklu
álagi og sætta sig við lægra kaup
en karlar. Ekki er nóg með að
konur þurfl að berjast með kjafti
og klóm á vinnumarkaðinum, sjá
um að reka heimilið og ala upp
börnin, heldur þurfa þær að eyða
dýrmætum tíma sínum í að
viðhalda útlitinu.
Nú hlýtur maður að spyrja hvers
vegna greindar og velmenntaðar
konur láti hafa sig út í þessa
vitleysu og Wolf hefur svarið á
reiðum höndum. Konur reyndu
að sækja rétt sinn til dómstóla
þegar vinnuveitendur fóru að
skáka þeim til í störfum vegna
þess að þær höfðu ekki „rétta"
útlitið. Flugfreyjur, playboy-
kanínur, framkvæmdastýrur og
fréttakonur fóru i mál við at-
vinnurekendur sína þegar starfs-
frami þeirra var á enda vegna
þess að þær þóttu of gamlar, of
feitar, illa til hafðar eða of þetta
eða hitt. Það er skemmst frá þvi
að segja að þær töpuðu flestum
málanna og þarna skópu dóm-
stólar fordæmi sem atvinnurek-
endur gátu visað til. Konur eiga
þvi engra kosta völ og verða að
spila með í þessum ójafna leik.
Greining Naomi Wolf er að
sjálfsögðu mun ijölþættari og hér
hefur einungis verið stiklað á
stóru i þessari stórmerkilegu bók.
Þótt ég eigi erfitt með að kyngja
samsæriskenningum af þessu
tagi er röksemdafærsla hennar
mjög sannfærandi. Hinu er ekki
að neita að kvennabaráttan á
Vesturlöndum hefur átt í vök að
verjast undanfarin ár. Skemmst
er að minnast þess að í skoðana-
könnun sem gerð var í Banda-
ríkjunum fyrir skömmu og fjallað
var um í íslenskum íjölmiðlum,
var niðustaðan sú að konum
þykir kvennabarátta siðustu
áratuga ekki hafa skilað þeim
neinu. Konur þar vestra standa
jafnvel frammi fyrir þvi að missa
réttinn til fóstureyðinga. Hér uppi
á íslandi þykir einnig mörgum
sem hægt hafl verulega á síðustu
árin. Ungar konur skila sér illa
inn á vettvang kvennabaráttunn-
ar, og iinnst sem kvennabaráttan
komi sér lítið við. Barátta kvenna
fyrir réttindum sem bæta sam-
keppnisstöðu þeirra á vinnu-
markaðinum, eins og lengri
skóladagur og fleiri dagvistar-
pláss, hafa ekki skilað árangri.
Fegrunaraðgerðum hefur íjölgað
hér á landi á síðustu árum eins og
annarsstaðar í hinum vestræna
heimi og fjöldi lækna sem leggja
lýtalækningar fyrir sig hefur
aukist mjög. Mikill meirihluti
brjóstaaðgerða sem framkvæmd-
ar eru hér á landi eru gerðar á
konum sem eru óánægðar með
útlit brjósta sinna. Það þykir
heldur ekkert tiltökumál lengur
að láta fjarlægja pokana í kring-
um augun. Það er þvi ekki ástæða
til að ætla annað en að íslenskar
konur hafl svarað kallinu eins og
bandarískar kynsystur þeirra,
þótt ekki sé á jafn öfgafullan hátt.
Konur eru enn dæmdar fýrst og
fremst eftir útlitinu, og goðsagan
um ljótu og illa tilhöfðu kven-
réttindakonuna liflr góðu lífl. Við
ættum að hugsa okkar gang og
láta þróun mála í Bandaríkjunum
vera okkur viti til varnaðar.
Gamla karlveldið er ólseigt og
þrátt fyrir að sumir karlar sjái sér
hag i auknum réttindum konum
til handa, þá skulum við ekki
gleyma þvi að gæðin sem til
skiptanna eru á vinnumarkaðin-
um eru takmörkuð og engin
ástæða til að ætla annað en
karlar verji þar forréttindi sin með
öllum tiltækum ráðum. □
DHK
29