Vera - 01.06.1992, Síða 31

Vera - 01.06.1992, Síða 31
konum og rýnt í niðurstöður þeirra og nýjar rannsóknir skipu- lagðar. Almennt virðist t.d. hafa verið litið framhjá þeirri staðreynd að nær helmingur allra kvenna rétt eins og karla deyr úr hjartasjúk- dómum. Þegar litið er á tölulegar staðreyndir má sjá að lífslíkur kvenna með kransæðaþrengsli eða drep í hjartavöðva eru mun verri en karla, en þær fá hjarta- áfall síðar á ævinni en karlar eða um sjö til tíu árum seinna. Þrátt fýrir þessa staðreynd hefur rann- sóknum einkum verið beint að miðaldra körlum. Ymsir vísindamenn hafa nýlega bent á það að starsýni manna á niðurstöður úr þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið á körlum skapi hugrenningatengsl sem fá heilbrigðisstarfsfólk og aðra til að trúa því að miðaldra karlar séu aðalfórnarlömb hjartasjúkdóma. Þetta hafi hins vegar leitt til alvarlegra tafa á þvi að konur sem sendar eru á sjúkrahús með verk fyrir brjósti séu sjúkdómsgreindar og með- höndlaðar rétt. Ljóst er að meiri og betri upplýsingar vantar sem afla þarf með sérstökum rann- sóknum á konum. Talsverð um- ræða hefur orðið um það hvers vegna konum vegnar verr en körlum eftir kransæðastíflu. Ýmsar skýringar hafa verið gefn- ar, hærri aldur, almennt verri heilsa áður en hjartaáfallið verð- Dr. Ruth Kirchstein segir að ástæða sé til að efast um það að greining og meðferð ýmissa sjúkdóma kvenna hafi verið viðunandi hingað til. Engar rannsóknir á sjúklingum verða styrktar af NIH, ef þær útiloka konur, nema haldbærar skýrinaar fylgi hvers vegnapær séu ekki í rannsóknahópnum. ur, töf á þvi að meðferðar sé leitað og svo taflr við sjúkdómsgrein- ingu. Nýlega tóku sig saman nokkrar þingkonur á bandaríska þinginu og hófu opinbera umræðu um málið og bandarísku læknasam- tökin (American Medical Associa- tion (AMA)) fylgdu í kjölfarið. Pólitískur þrýstihópur hefur verið myndaður til að fylgja málinu eftir og eru nú 143 öldungadeild- arþingmenn í honum. Hópurinn hefur lofað að leggja fram mörg frumvörp um heilbrigðismál kvenna og gert ítarlega áætlun sem miðar að því að bæta heilsu kvenna. Fjármögnun er hins veg- ar óviss vegna efnahagsörðug- leika. (Skyldi þessi viðbára nokkru sinni hafa heyrst fyrr þegar konur eru annars vegar?) Heilbrigðisráðuneytið telur þó að ná megi mörgum þessum markmiðum með því að breyta áherslum ýmissa stofnana sem fýrir eru. Hópurinn áformar að setja á stofn, til frambúðar, sérstaka heilsumiðstöð kvenna innan bandarísku heilbrigðis- visindastofnananna (NIH). Líklegt er talið að þessi miðstöð komist á laggirnar þar sem ný forstöðu- manneskja þessara umfangs- miklu og rómuðu stofnana er kona, Dr. Bernadine Healey, og hún hefur lofað þvi að rannsóknir á heilsufari kvenna og ráðning fleiri vísindakvenna verði meðal forgangsverkefna hennar. Tveggja ára áætlun heilbrigðis- ráðuneytisins um heilbrigðismál kvenna er í 39 liðum og þar er krafist meiri rannsókna og skipu- legrar leitar að krabbameini í brjóstum og eggjastokkum, bein- þynningu, alnæmissmitun og lyfja- og áfengismisnotkun meðal kvenna. Ennfremur, að fleiri sjúkdómum kvenna verði betur sinnt eins og þunglyndi, átsjúk- dómum (lystarstoli og hömlu- lausu áti), Alzheimer sjúkdómi, sjálfsofnæmissjúkdómum og að fátækum konum frá minni- hlutahópum verði auðveldaður aðgangur að heilbrigðisþjón- ustunni. Þessum ólíku viðfangs- efnum, verður síðan dreift á ýmsar rannsóknar- og þjónustu- stofnanir í Bandaríkjunum. Þó að heilbrigðiskeríið í Bandaríkjunum séu um margt ólíkt okkar og mun fleiri ein- staklingar án frum heilsugæslu en hér á landi er ýmislegt í þess- um fréttum sem hvetja ætti íslenskar konur til að vera vakandi fýrir þeim hagsmunum sem sérstaklega varða konur. Okkur sjálfar, ömmur okkar, mæður, dætur, systur, vinkonur, frænkur og allar þær mörgu kon- ur sem koma okkur við. □ Guðrún Agnarsdóttir Byggt á eftirfarandi greinum. Tuula Fabrizio: Have women patients been treated differently from men? Nordisk Medicin 1991, 106:276-278. Joseph Palca: NIH's vision runs into political reality, Science 1992.255: 529-530. Frá Borgarskipulagi SKÓLPHREINSISTÖÐ VIÐ ÁNANAUST Hjá Borgarskipulagi er nú til kynningar tillaga að skólphreinsistöð við Ananaust. Þessi skólphreinsistöð er hluti af framtíðaráætlunum Reykjavíkur í fráveitumálum, en þær fengu staðfestingu umhverfisráðherra 20. febrúar 1992 með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010. og greinargerð verða til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 22. júní til 3. júlí 1992. Ábendingar eða athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu-berast Borgarskipulagi eigi síðar en 3. júlí nk. 31

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.