Vera - 01.06.1992, Qupperneq 34
Þ i n g m á I
HERT AÐ
HAGSMUNUM KVENNA
„Allir vetur enda taka“, segir í
kvæðinu, og sama má segja um
þingannir. Samkvæmt nýjum
þingsköpum situr reyndar þing
nú allt árið, svo að auðvelt er að kalla til
þingfunda og nefndafunda, ef þörf krefur.
Svo verður einmitt nú að þessu sinni vegna
EES-samningsins, sem reyndar er búið að
ræða oft og mikið í þingsölum á nýliðnum
vetri. Fjallað verður um samninginn og
frumvörp honum tengd í þingnefndum í
sumar, en því næst verður nýtt þing sett 17.
ágúst eða rúmlega sex vikum fyrr en lög
mæla fyrir um.
115. löggjafarþingið hefur verið ólíkt
öllum öðrum þingum, sem Kvennalista-
konur hafa setið. Það hefur einkennst af
slæmum vinnubrögðum, yfirgangi stjórnar-
þingmanna og kröftugu andófi stjórnarand-
stöðu. Dijúgur tími hefur farið í umræður
utan dagskrár um margvísleg málefni, en
ekki síður um þingsköp, þar sem skort hefur
á eðlilegt samráð þingflokka um þingstörfin.
Sótt að velferðinni
Mikill ágreiningur hefur verið um ýms
frumvörp rikisstjórnarinnar. Má þar sér-
staklega minna á fjár 1 agafrumvarpið og
bandorminn illræmda, þ.e. ráðstafanir í
ríkisfjármálum, sem höfðu í för með sér
margskonar þrengingar og auknar álögur á
almenning. Velferðarkerfið hefur mátt sæta
stöðugum árásum núverandi ríkisstjórnar,
sem Kvennalistakonur hafa af öllum mætti
reynt að vinna gegn, enda hafa ilestar þær
breytingar mun meiri áhrif á líf kvenna en
karla. Því minni þjónustu sem velferðar-
kerfið veitir, þeim mun meira verða konur að
leggja af mörkum. Hinu má svo ekki gleyma,
að velferðarkerfið þjónar ekki síður atvinnu-
lífinu vel og dyggilega og því eðlilegt að
atvinnurekendur greiði verulegan hluta af
rekstri þess, en kostnaðinum sé ekki að
stærstum hluta velt yfir á "neytendur”, eins
og núverandi ríkisstjórn vill gera.
Breiðu bökin barnafólksins
Kvennalistakonur beittu sér ákaft gegn
niðurskurði barnabóta og bentu m.a. á þá
kaldhæðnislegu staðreynd, að nú vildi
ríkisstjórnin lækka heildargreiðslur barna-
bóta um samsvarandi upphæð og notuð var
til hækkunar bóta í tengslum við álagningu
matarskattsins illræmda árið 1988 og átti þá
að sanna, hversu réttlátlega byrðunum
skyldi dreift. Engin rök hrinu á stjórnar-
sinna í þessu efni, og þvi miður var ekki um
veruleg mótmæli að ræða utan þings, eins og
raunin var hins vegar með sjómanna-
afsláttinn.
Ekkl vant.aði hins vegar hörð viðbrögð
kennara og foreldra við niðurskurði í skóla-
kerfinu, sem þýðir m.a. færri kennslu-
stundir og ótímasetta frestun á nýsettum
lagaákvæðum um einsetinn skóla og skóla-
máltíðir. Menntamálaráðherra lét sem hér
væri bara um skammtíma ráðstafanir að
ræða, en ljóst er, að ekki sér fyrir endann á
því ástandi, þrátt fyrir harða andstöðu, þar
sem Kvennalistakonur létu ekki sitt eftir
liggja.
Lítil merki
um raunverulegan sparnað
Sama er að segja um niðurskurðinn í heil-
brigðiskerfinu, sem ber lítil merki um fagleg
sjónarmið né raunverulegan sparnað til
lengri tíma, og eru breytingarnar á rekstri
Landakotsspítala og Fæðingarheimilisins
hrópandi dæmi þar um. Kvennalistakonur
beittu sér af fremsta megni gegn þeim
aðgerðum og efndu m.a. tvívegis til umræðu
utan dagskrár um þessi efni. Það hafði
vissulega sín áhrif, þó enn skorti verulega á
skilning ráðamanna á því, hvað hér er um að
ræða, ekki síst að því er varðar Fæðingar-
heimilið. Baráttunni fyrir tilveru heimilisins
og þeim hugmyndum, sem búa að baki
starfsemi þess, er þó hreint ekki lokið.
Þjarmað að námsmönnum
Þá var ekki síður harður slagur um Lánasjóð
íslenskra námsmanna. Hann hefur gegnt
mikilvægu hlutverki til jöfnunar réttar til
náms og m.a. tryggt mörgum konum
möguleika til menntunar við sitt hæfi án
þess að reisa sér fjárhagslegan hurðarás um
öxl. Nokkrar lagfæringar fengust á frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögunum
um L.Í.N., en illu heilli tókst ekki að koma í
veg fyrír lögfestingu heimildar um allt að 3%
vexti á námslán, auk þess sem reglur um
endurgreiðslur lánanna eru hertar verulega.
Þá var lögfest sú breyting, að námslán verða
aldrei veitt fyrr en skilað hefur verið vottorði
um tilskylda skólasókn og námsárangur.
Um þetta atriði urðu mikil átök, og það voru
ekki aðeins námsmenn og þingmenn
stjórnarandstöðu, sem vöruðu eindregið við
aíleiðingum þessa, heldur fjölrnargir aðrir og
m.a. pistlaog leiðarahöfundar DV og
Morgunblaðsins. En allt kom fyrir ekki, og
ekki er vafamál, að þetta ákvæði leggur stein
í götu kvenna, sem hyggja á langskólanám.
Mólefni fatlaðra
og fullorðinsfræðsla
Sem betur fer hafa þó ekki öll þingmál
ríkisstjórnarinnar verið jafn hábölvuð, og
reyndar komu fram óvenju mörg mál, sem
höfðuðu sérstaklega til Kvennalistakvenna.
Má þar nefna frumvarp um málefni fatlaðra,
þar sem horfið er frá áherslu á stofnana-
þjónustu og meira mið tekið af einstaklings-
þörfum fatlaðra. Kvennalistakonur studdu í
öllum meginatriðum þetta frumvarp, sem
var lögfest á síðasta degi þingsins.
Þá fögnum við sérstaklega langþráðri
löggjöf um fullorðinsfræðslu, en Guðrún J.
Halldórsdóttir átti einmitt stóran þátt í
undirbúningi hennar og hafði margsinnis ýtt
á eftir framkvæmd málsins á þingi og annars
staðar. Má raunar furðulegt heita, að það
hafi ekki fyrr náð fram að ganga, þrátt fyrir
margar tilraunir í meira en tvo áratugi.
Markmið laganna er að stuðla að jafnrétti
fullorðinna til að afla sér menntunar án
tillits til búsetu, aldurs, kyns, starfs eða fyrri
náms, og áhersla er lögð á að bæta aðstöðu
þeirra, sem minnsta menntun hafa fengið og
lakasta námsaðstöðu.
Hjón verði jafn rétthó
Þá kom fram frumvarp um breytingar á
hjúskaparlöggjöfinni, sem horfa til bóta í
mörgu. Þar er t.d. að finna ákvæði um, að
hjón séu í hvívetna jafn rétthá og að þau
skuli í sameiningu annast uppeldi og velferð
barna sinna. Ennfremur að vinna á heimili
feli í sér framlög til framfærslu Ijölskyld-
unnar. Mörgum kann að finnast slík ákvæði
óþörf, en svo er því miður ekki, eins og
sannast hefur af viðbrögðum margra karla,
34