Vera - 01.06.1992, Page 35
Þ i n g m á I
sem augljóslega flnnst vegið að frelsi sínu.
Þetta frumvarp var ekki afgreitt á þessu
þingi í heild sinni, heldur aðeins hluti af því,
sem þurfti að lögfesta vegna breytinga á
dómstólakerfinu, svo og ákveðnar réttar-
bætur vegna skilnaðar, sem allir voru
sammála um. Ágreiningsatriðin bíða betri
tíma, þ.á m. ákvæðið um rétthæð hjóna.
Þörff ffyrir öffluga fjölskylduráðgjöf
Ný barnalög voru afgreidd, og eru þar mörg
ákvæði til hagsbóta fyrir börn. Kvenna-
listakonur studdu frumvarpið, en skiluðu þó
séráliti, einkum vegna ákvæðis um heimild
til sameiginlegrar forsjár eftir skilnað for-
eldra. í álitinu segir m.a.: „Sameiginleg forsjá
foreldra krefst náins samstarfs þeirra, og því
er mikilvægt fyrir foreldra og börn, að kostur
sé á vandaðri ráðgjöf, áður en slík ákvörðun
er tekin. Því miður er slík ráðgjöf ekki í boði
ennþá hér á landi nema í mjög takmörk-
uðum mæli.“ Margir umsagnaraðilar lögðu
einnig áherslu á þetta atriði, svo sem
Barnaheill, Foreldrasamtökin, Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur, Dómarafélagið o.fl. í
samræmi við þetta lagði Kvennalistinn til
breytingatillögu um þriggja ára frestun á
gildistöku ákvæðisins um sameiginlega
forsjá, svo að ráðrúm gæfist til að koma
öflugri íjölskylduráðgjöf á laggirnar. Tillagan
var felld og einnig tillaga um afnám dagsekta
fyrir að nota ekki umgengnisrétt.
Meira um börn
Þá samþykkti Alþingi fullgildingu samn-
ings um réttindi barna, sem Sameinuðu
þjóðirnar samþykktu árið 1989, en í honum
eru mörg ákvæði, sem verða munu leiðarljós
í umfjöllun um réttindi barna hér á landi
sem annars staðar.
Einnig voru samþykkt ný lög um vernd
barna og ungmenna, og eru þar ýms nýrnæli.
Yfirstjórn barnaverndarmála ílyst til
félagsmálaráðuneytis, sem fer hér eftir með
ráðgjöf og eftirlit með störfum barnaverndar-
nefnda. Það verkefni var áður á könnu
barnaverndarráðs, sem nú verður aðeins
niálskotsaðili og nálgast með því eðli dóm-
stóls. Kvennalistakonur telja hins vegar, að
stefna beri að því, að foreldri, sem svipt er
forsjá barns síns, eigi kost á úrskurði
dómstóls rétt eins og foreldrar, sem deila um
forræði barna sinna. Þá var í frumvarpinu
kveðið á um stækkun barnaverndarum-
dæma, en barnaverndarstarf hefur oft
strandað á smæð sveitarfélaga, bæði vegna
skorts á íjármagni og sérþekkingu. Átti að
fela héraðsnefndum barnaverndarmál, en
Þegar til átti að taka strandaði það á and-
stöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þessu ákvæði var |jví breytt til fyrra horfs í
nteðförum þingsins, en þó þannig að
oiinnstu sveitarfélögin skulu sameinast um
Þennan málaflokk. Kvennalistakonur voru
ekki sáttar við þessa niðurstöðu, en studdu
Tiálið að öðru leyti í meginatriðum.
Sérálit um kynferðisafbrot
Þá voru lögfestar breytingar á hegninga-
lögunum með ýmsum mikilvægum réttar-
bótum fyrir þolendur kynferðisbrota. Kvenna-
listakonur skiluðu þó séráliti og breytinga-
tillögum, sem voru allar felldar af meirihluta
Alþingis. Þær lutu m.a. að því að nota orðið
„manneskja" í stað „maður" um fólk af báð-
um kynjum, þar sem síðarnefnda orðið hefur
í raun merkinguna karlmaður í huga fólks.
Þá vildu Kvennalistakonur fella brott refsi-
ákvæði fyrir mök milli systkina, þar eð í því
fælist sú hætta, að fórnarlambi sifjaspella
yrði refsað jafnt og þeim, sem misnotar það.
Loks vildu þær fella brott ákvæði um refs-
ingu fyrir vændi og telja, að almennt siðgæði
sé varið með öðrum ákvæðum laga. Þær telja
rangt að refsa fyrir vændi á þeirri forsendu,
að þær sem stunda vændi séu oftar en ekki
fórnarlömb félagslegra aðstæðna, kynferðis-
legs ofbeldis í æsku eða fíkniefnaneytendur.
Þeir sem kaupa vændi eru því að notfæra sér
neyð jíeirra, sem selja það, en kaupin teljast
hins vegar ekki refsivert athæfi.
Þingmál Kvennalistans
Þingkonur Kvennalistans eru þær Anna
Ólafsdóttir Björnsson, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir.
Þá sátu fjórar varakonur þingið í 2-3 vikur
hver, þær Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún
J. Halldórsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og
Ragnhildur Eggertsdóttir.
Kvennalistakonur lögðu fram 5 frum-
vörp, 1 1 tillögur til þingsályktunar, beindu
60 formlegum fyrirspurnum til ráðherra og
áttu nokkrum sinnum frumkvæði að um-
ræðum utan dagskrár um skólamál, um
sjúkrahúsin í Reykjavík, Fæðingarheimilið
og málefni Menntamálaráðs og Menningar-
sjóðs.
Þær lögðu fram eftirtalin frumvörp:
■ urn breytingar á lögum urn fæðingarorlof
þess efnis að óheimilt verði að segja
foreldri upp starfí eða færa það til í starfi
að orlofí loknu án þess samþykkis,
■ um breytingar á skattalögum þess efnis,
að afnumin verði tvísköttun á lifeyris-
greiðslur,
■ um grundvöll lánsviðskipta, sem felur
það í sér, að linað verði á kröfunni um
ábyrgðarmenn, sem alltof oft lenda í
fjárhagserfiðleikum, þegar lántakandi
getur ekki staðið í skilum,
■ um lögfræðiráðgjöf og aðstoð í hjú-
skapar-, sambúðarog siíjaréttarmálum,
■ urn stofnun barnalífeyrisnefndar, sem
rneti kostnað við framfærslu barns og
geri tillögu til ráðherra um árlegan
barnalífeyri og þá um leið nteðlag á
grundvelli þess mats.
Þingsályktimartillögurnar eru
■ um rannsóknir og undirbúning að
framleiðslu vetnis,
■ um átak í atvinnumálum á Suðurnesjum
og aðgerðir vegna mikils atvinnuleysis
kvenna þar,
■ um eflingu íþróttaiðkunar kvenna,
tillagan var samþykkt,
■ um afnám misréttis gagnvart samkyn-
hneigðu fólki, tillagan var samþykkt,
■ um samningu frumvarps til laga um
sveigjanlegan vinnutíma,
■ um einföldun á endurgreiðslu virðis-
aukaskatts til erlendra ferðamanna, til-
lagan var samþykkt,
■ um athugun á líklegum áhrifum aðildar
íslands að EES á efnahagslega og
félagslega stöðu kvenna,
■ um miðlun upplýsinga um réttarstöðu
fólks í vigðri og óvigðri sambúð,
■ unr nefnd til þess að athuga, hvernig
nýta megi sögu þjóðarinnar. sögustaði,
þjóðhætti, verkmenningu og bókmenntir
til að efla og bæta ferðaþjónustu hér á
landi,
■ um sérstakar aðgerðir til að draga úr
kynjamisrétti og bæta stöðu Qölskyldu-
fólks á vinnumarkaðnum,
■ um auðlindakönnun í öllum lands-
hlutum.
Stuttaraleg upptalning af þessu tagi segir
að sjálfsögðu alltof lítið, en bent skal á, að
ijallað er reglulega um þingmál Kvenna-
listans í mánaðarlegu Fréttabréfi. Einnig má
leita nánari upplýsinga hjá þingflokknum og
fá þingmálin send, ef óskað er. □
Kristín Halldórsdóttir
TILKYNNING
TIL ÁSKRIFENDA
Munið að tilkynna ný og breytt
heimilisföng.
Greiðið heimsenda giróseðla hið
fyrsta. VERA er rekin ó áskriftum og
pað munar um hverja.
Hægt er að borga áskriftina með
greiðslukorti. Það er bæði ódýrast
og þægilegast fyrir VERU.
Hér er ein gleðifrétt:
A síðustu vikum hafa tæplega
þúsund nýir áskrifendur bæst í
hópinn! Við bjóðum þá hjartanlega
velkomna og vonum að fleiri eigi
eftir að bætast við.
VERA, Laugavegi 17, s. 91 -2 21 88
35