Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 39
6 O K A D
O M A R
AUSTURLENZKAR SÖGUR
Marguerite Yourcenar
Thor Vilhjálmsson þýddi
Mál og menning 1991
Fjarlægur heimur. Og hrífandi,
ef maður leyfir sér að fara á
bólakaf ofan í sögurnar. Láta
stjórnast af þeim. Sögurnar
eru ekki bara landfræðilega
framandi heldur og fjarlægar í
tíma enda byggjast þær flestar
á fornum þjóðsögum, goðsögn-
um eða ævintýrum. Bók-
menntalegum arfi. Af tiu
sögum bókarinnar er aðeins
ein spunnin upp úr hugar-
heimi Marguerite Yourcenar
sjálfrar, Guðsmóðir svalanna.
En þær eru allar mjög krefj-
andi.
Textinn er svolítið þvælinn,
málsgreinarnar langar og
flóknar. Þegar við bætist að
umbúnaðurinn er ókunnugur
fer ekki hjá því að sögurnar
geri miklar kröfur um ein-
beitingu. Það kemur svo margt
nýtt fram í hverri einustu
þeirra. Þótt jafnan séu tilffnn-
ingar mannsins til umfjöll-
unar. Og þær eru lítið háðar
tima og rúmi. En plómutré,
pílviður, Himneskur Dreki,
burðarstóll, keisari, ávaxta-
lundur, frúin-úr-þorpi-Blóm-
anna-sem-sölna, vatnadísir,
múmiur, tinnusteinar, grasker
og úlfaidalestir eru þó svo
ósköp fjarlæg íslenskum veru-
ieika.
Kína, Indland, jafnvel
Júgóslavía og Grikkland, kom-
ast vart milli tanna okkar
nema þegar um er að ræða
stríðsfréttir. Og er þakkarvert
að fá hér litillega aðra sýn til
þessara landa. Að visu virðist
franskur rithöfundur seilast
heldur langt til fanga. En
Marguerite Yourcenar hefur
víða farið og safnað í sarpinn.
Hún virðist sannarlega valda
verkefni sínu.
Að framandleikanum
slepptum er þó ekki ýkja mik-
ill heildarsvipur yfir sögunum.
Þær gerast mjög viða og
einskorðast engan veginn við
það landsvæði sem ég hef litið
á sem Austurlönd. Sögusvið
margra er nefnilega Evrópa,
allt frá Grikklandi til Hollands.
Þannig finnst mér titillinn mis-
vísandi. En sögurnar eru ekk-
ert verri fyrir það. Þær búa yfir
dulúð sem lesandinn gefst auð-
veldlega á vald. Og verður að
gera til að eiga aðgang að þeim.
Fýrstu fjórar sögurnar
gripu mig mest, einkum þó
Mjólk dauðans og Síðasta ást
Genji prins. Þær eru líka hvað
lengstar og þannig hefur mað-
ur meiri tíma til að kynnast
persónunum. Mér fannst það
kannski helsti gallinn á sum-
um hinna sagnanna að þegar
ég var komin inn í hugarheim
þeirra var sagan búin! Það
tengist þvi hvað söguslóðirnar
eru framandi.
Það var orðið timabært að
kynna Marguerite Yourcenar
(1903-1987) fyrir okkur. í
Tímariti Máls og menningar
1985 fann ég þýdda smásögu
eftir hana, reyndar eina úr
þessu safni, og iítils háttar
upplýsingar. Annað hefur ekki
rekið á ijörur mínar. En hún
var mikilvirkur rithöfundur,
fékkst við skáld- og smásagna-
gerð, leikrit, ljóð, þýðingar og
fleira. Árið 1980 varð hún
fyrsta konan til að taka sæti í
Akademíu Frakka.
Út á þýðinguna hef ég fátt
að setja. Á stöku stað fannst
mér þó orðaröðin undarleg,
sbr. „einsog Guð lét hrynja
Babelsturn" (33) og eins sam-
rýmist þetta ekki málvitund
minni: „með iófana lagða einn
ofan á annan" (90) og „Wang-
Fo og Cenfi [birtust] ein eftir
aðra" (109).
Hvað fráganginn varðar
saknaði ég þess sárlega að fá
ekki ögn meiri upplýsingar um
höfundinn, t.d. örlítinn for-
mála eftir þýðanda. Og mér
finnst óþarft klúður að gæta
ekki samræmis í titli bókar-
innar á kápu annarsvegar og
innan í henni hinsvegar. Á
kápunni stendur Austurlensk-
ar sögur en innan í er z.
Eftirmáli höfundar fannst
mér ekki skila sér fyllilega.
Upplýsingar um tilurð sagn-
anna hefði ég a.m.k. gjarnan
viljað fá skipulagðari og helst
fyllri. Eftirmálinn virðist sam-
inn með endurútgáfunni á
frönsku 1963 en samt slæðist
ártalið 1978 þar með (108). Og
að lokum vildi ég óska þess að
útgefendur létu þess allajafna
getið hver semur káputexta
bóka.
Þessi atriði breyta því ekki
að Austurlenzkar sögur eru
mjög læsilegar og bjóða upp á
sitjandi ferðalög til ofurfram-
andi landa. □
Berglind Steinsdóttir
Verulega hagstætt og freistandi ferðatilboð
sem vert er að gaumgæfa!
1. Frá Seyðisfirði til Danmerkur (Hanstholm) og til baka um
Færeyjar þar sem farþegar geta dvalið í rúma tvo
sólarhringa. Bíllinn er innifalinn í verði.
2. Frá Seyðisfirði til Danmerkur (Hanstholm) og til baka um
Bergen í Noregi. Bíllinn er innifalinn í verði.
4 í bíl 3 í bíl 2 í bíl
Svefnpláss án sængurfata. kr. 73.600 kr. 63.135 kr. 52.670
Fjögurra manna klefi án wc og sturtu. kr. 92.000 kr. 76.935 kr. 61.870
Ath. Þessi tilboð innifela ekki hótel eða uppihald og miðast við svefnpláss
(an sængurfatnaðar) og 4 manna klefa (með sængurfatnaði) um borð í Norröna.
Ferðatilboð sumarsins. Hver býður betur?
Sigling til Bergen og til baka.
Hótel í Færeyjum innifalið í verði.
Fjórir í bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði. 22.885
Þrír í bíl og gisting á hótel Föroyar í þrjár nætur í einu tveggja manna herbergi og einu eins manns herbergi með baði og morgunverði. 28.405
Þrír í bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í þriggja manna herbergi með baði og morgunverði. 22.830
Tveir í bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði. 28.405
Fjórir í bíl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn í þrjár nætur. 14.540
Þrír í bíl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn. 16.380
Tveir í bíl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn. 20.060
Fjórir í bíl með gistingu á Hótel Föroyar í fimm nætur. 25.817
Fjórir í bfl meö gistingu á farfuglaheimilinu f Þórshöfn f fimm nætur. 11.902
Öll verð eru miðuð við einstakling og háð gengisbreytingum.
AUSTFAR
Seyðisfirði • Tel. 97-21111 • Fax: 97-21105
39