Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Blaðsíða 14
48 2. Dýpkun og lögun á Hróarsholtslæk á 13,000 m lengd................................... — 5,000 3. Umbúningur um skurðamót og þrep......... — 6,000 4. Flóðgátt við Hvítá........................ — 16,000 5. 13 stærri og minni stýflur í skurðina... — 20,000 6. 5 vatnsbrýr úr járnbentri steinsteypu... — 10,500 7. 4 brýr á þjóðveginum úr járnb. steinsteypu — 1,700 8. 24 trjebrýr á hliðarvegum................N — 4,380 9. Verkstjórn og óviss útgjöld rúm 15°/o... — 61,520 Samtals kr. 450,000 Áætlunin er miðuð við verð á efni og vinnu, sem var fyrir stríðið. Með þvi að ekki þykir liklegt að sama verð fáist hjer eftir, heflr nefndin gert ráð fyrir, að kostnaður- inn mundi verða rúml. 500 þús. kr. Þá fer á eftir kafli um fjárhagsfyrirkomulag áveitunnar, og loks frumvarp til laga um áveitu á Flóann. Virðist nefndinni eindregið »að verkið sje framkvæmt á kostnað jarðeigenda þeirra, er hlut eiga að máli, en þeim sje veittur styrkur af hálfu hins opinbera, ámóta og títt er að veita til annara verklegra framfarafyrirtækja, sem líkleg þykja til að auka veltu og arð í landinu og þar með einnig tekjur landssjóðs af tollum og sköttum«. Önnur aðferð, sem haldið hefur veríð fram af ýmsum, þykir nefndinni miður heppileg, sú að verkið sje unnið á kostnað landssjóðs, er fái kostnað sinn endurgreiddan með eignarrjetti á spildum af áveitulandi, sem síðar verði nolað fyrir nýbýli. Nefndin hyggur að mjög óvíða mundu slæjur látnar ónotaðar svo nokkru nemi með núverandi býlafjölda og búskaparlagi og alls ekki ef samgöngur batna svo, að járnbrautarsamband fáist við Reykjavik, enda kemur grasið smámsaman og þá hægast að stækka búin jafnóðum og áveituengið ræktast. Ekki telur nefndin heldur víst, að landið hækki svo í verði vegna áveitunnar, að miklu meira nemi en áveitukostnaðinum. Skýrslur, er Búnaðarfjelagiö er nýlega farið að safna, um árangur af áveitum, benda fremur til þess, að þær tilgátur um árangur áveitunnar, sem stundum hafl verið látnar í ljósi, hafl verið á ónógri reynslu bygðar. í lagafrumvarpinu, er gert ráð fyrir, að stofnað verði áveitufjelag meðal jarðeigenda á áveitusvæðinu, er með aðstoð landsstjórnarinnar komi verkinu í framkvæmd. Stofnkostnaður greiðist að */4 úr landssjóði en að 3/i af jarðeigendum; veitist landssjóði heimild til þess að ábyrgj- ast lán, er áveitufjelagið taki til verksins, en fái veð í jörð- um áveitusvæðisins, þó þannig, að laust sje til frjálsra af- nota jarðeigenda sem svarar 8/s hlutum virðingarverðs hverrar jarðeignar. Sljórn áveitufjelagsins jafnar niður áveitukostnaðinum á einstakar jarðir og hefur eftirlit með viðhaldi og umsjón áveitunnar, er henni hefur verið komið á, en gert er ráð fyrir að hún skipi sjerstakan umsjónar- mann, er segi fyrir um notkun vatnsins og framkvæmd viðhaldsins. Jarðeigendum skal skyJt, að gera nægilega flóðgarða á jörðum sínum gegn ‘/i tillagi úr landssjóði. Vilji einhverir jarðeigendur á áveitusvæðinu eigi taka þátt i áveitunni, heimilast landssjóði að taka jörðina eignarnámi. Fundarhöld Verkfræðingafjelags íslands 1916. 28. fundur var haldinn á vitamálaskrifstofunni mið- vikudaginn 2. febr. Sljórnin lagði fram »Reglur um sölu og prófun Portland-sements«, prentaðar á islensku, dónsku, ensku og þýzku. Var jafnframt tilkynt að reglurnar væru til sölu á 25 aura í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Á fundinum flutti verkfræðingur Geir G. Zoega fyrirlestur um brýr á íslandi. 9 fjelagsmenn voru viðstaddir og 1 gestur. 29. fundur var aðalfundur og haldinn á venjul. stað miðvikudag 23. febr. Fundarstj. var kosinn J. Þorlaksson. 1. Formaður gaf skýrslu um störf fjelagsins á árinu 1915. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaðan reikning. Tekjurnar höfðu verið: 1. í sjóði 1. jan. 1915.........kr. 260 14 2. Tillög fjelagsmanna............— 310.00 3. Tekjur af ársritinu............— 279.15 4. Ýmsar tekjur................. — 5.80 Samtals kr. 855.44 sldin höfðu verið: 1. ivrsritið...................kr. 531.06 2. Fundahöld.................. — 31.81 3. Reglur um gerðardóm o. fl.. — 25.70 4. Sementsnefndin.............. — 14.45 5. Ýmisleg útgjöld.............. — 33 45 6. í sjóði 31. des. 1915....... — 218 97 Samtals kr. 855.44 3. Kosinn, var formaður til næstu tveggja ára Geir G. Zoega. I stað Kn, Zimsen, er gekk ur stjórn og færðist undan endurkosningu, var kosinn Guðm Hlíðdal. 4. Endurskoðendur voru kosnir Sig. Thoroddsen (endur- , kosinn) og O. Forberg. Á fundinum voru 11 fjelagsmenn. 30. fundur var haldinn á venjul. stað fimtud. 23. marz. a fundinum var samþykt sú breyting á útgáfu árs- ritsins, að það skyldi fyrst um sinn koma úf sem tímarit fjórum sinnum á ári. Sfjórninni var falin ritstjórn tima- ritsins með aðstoö Th. Krabbe. Pví næst flutti verkfræð- ingur Steenberg frá Kaupmannahöfn fyrirlestur um »Mo- derne Bjærgningsvirksomhed«. Á fundinum voru 9 fje- lagsmenn. 31. fundur var haldinn á venjulegum stað fimtud. 13. apríl 1916. Flutti Dipl.-Ing. G. Funk frá Pýzkalandi fyrir- lestur á þýzku um Dieselvjelar. Miðvikudaginn 17. maí hafði Kirk verkfr. boðið fjelagsmönnum að skoða hafnar- virkin í Reykjavík. Mættu þar 13 fjeiagsmenn. 32. fundur var haldinn á venjul. stað, miðvikud. 1. nóv. Formaður mintist látins, fjelagsmanns Ásgeirs Torfa- sonar. Pví næst ílutti Georg Ólafsson cand. polit. fyrirlest- ur um slysatryggingar. Mættir voru 8 fjelagsmenn. 33. fundur var haldinn á venjul. stað þriðjud. 12. des. Á fundinum flutti Guðm. Hannesson prófessor erindi um skipulag bæja. Nokkrar umræður urðu á eftir, er sjerstak- lega snerust um skipulag Reykjavíkur, húsa- og gatnagerð. Mættir voru 10 fjelagsmenn. Nokkrar breytingar á störfum verkfræðinga hjer. Bœjarverlcfrœðingur Reykjavikur var skipaður P ó r a r i n n Kristjánsson cand. polyt. frá 1. júní í stað Sig. Thoroddsen, er gegnt hafði þeim starfa frá miðju ári 1914. Eftirlilsniaður með hafnargerð Reykjavikur var Þór. Kristjansson einnig skipaður af bæjarstjórn frá 1. apríl . á., en áður hafði verið eftirlitsmaður Kn. Zimsen orgarstjóri. Frá 1. april rjeðst Benedikt Jónasson verkfr. í þjónustu N. C. Monbergs við ýms hafnarmannvirki lijer á landi. Jón Porláksson landsverkfræðingur sótti 1. nóv. um lausn frá þessum starfa sinum frá 1. febr. þ. á. að telja. Hefur hann þá veitt forstöðu vega- og brúargerðum landssjóðs um 12 ára bil og hlotið mjög lof fyrir starf sitt að verðleikum. Hyggur hann hjer eftir að taka að sjer hvers konar verkfræðisstörf fyrir einstaka menn eða bæj- arfjelög, verzla með byggingarefni o. fl. þess háttar. Ráðherra skipaði 2. des. Geir G. Zoega cand. polyt. verkfrœðing landsins frá 1. febr. Geir Zoega hefur frá 1. april 1911 verið aðstoðarverkfr. við vega- og brúargerðir landssjóðs. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.