Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Blaðsíða 5
39 Hefur hver lengdarmeter í þeim kostað frá 179 kr. til 885 kr„ en að meðaltali 385 kr. Brúin á Blöndu liefur orðið langdýrust tiltölulega við lengd, næstar 'henni eru brýrnar á Norðurá og Ytri-Rangá, sem kostað hafa rúmar 400 kr. hver lengdarmeter. . Brúin á Lagarfljót er lengst brú hjer 300 m og •dýrust, hún kostaði 124000,00 kr. eða 414 kr. hver lengdarmeter. Hún er staurabrú með járnbitum á þvertrjám. Brýr úr höggnum steini hafa hjer aldrei verið gerðar. Sá steinn sem hjer finnst víðast hvar er ekki hentugur, ýmist of sprunginn eða veikur, þolir lítinn þrýsting, eða örðugur að vinna og höggva til. Fyrsta stóra steinsteypubrúin, 55 m langur þogi yfir Fnjóská, var gerð af dönskum verkfræðingum. Síðan hafa engir útlendir verkfræðingar verið ráðnir til brúar- gerða hjer. 1907 var hjer gerð fyrsta brúin úr járnbentri steinsteypu, smábrú yfir Bláskeggsá á Hvalfjarðar- strönd, en síðan er upprunnin sannnefnd steinsteypu- öld fyrir brýrnar, hafa allar verið gerðar úr því efni, nema 9 járnbrýr. Jeg vil þá minnast á gerð brúnna eins og hún er nú og hefur verið á síðustu árum. Allar brýr hjer «ru gerðar fyrir sömu umferð, gangandi fólk, ríð- andi og vagna, og leiðir af því, að gerð þeirra verð- ur að mörgu leyti mjög lík. Breidd þeirra milli handriða eða akbreidd er jafn- £n 2,60 m, sú sama og ákveðin ér í Noregi á 2. flokks brúm. Sú breidd er nægileg hverjum fjórhjól- uðum vagni, en ekki geta vagnar mætst á þeim, enda umferðin ekki svo mikil, að þess sje þörf og miklu mundi það hleypa fram kostnaðinum að gera þær með 4,0 m akbreidd svo sem 1. flokks brýr í Noregi. Styrkleiki brúnna er jafnan miðaður við mesta þunga, sem á þær má koma í einu. Þar sem umferðin er svona lík um þær allar, er jafnan lagð- ur sami þungi til grundvallar burðarþolsútreikning- unum, hreyfanlegur þungi (mannþröng) 500 kg á ? m eða fjórhjólavagn 4 t þungur. Svona mikil mann- þröng, 7 menn á hverjum fermeter, er vafalaust sú mesta, sem komið getur fyrir, enda útheimtir meiri styrkleik af brúnni en 4 t vagnþungi, nema brúin sje mjög stutt, aðeins örfáir metrar. Þessi vagnþungi kann að virðast nokkuð lítill, en hann er miðaður við, að engir vegir nema ramgerðir púkkvegir þola meiri vagnþunga án þess að skemmast, en flutninga- vagnar hjer eru enn mjög sjaldan þyngri en 1—2 t. Steinsteypubrýr, sem hjer hafa verið gerðar, eru annað- hvort bogabrýr eða bitabrýr, nema ein, sem er tneð svokallaðri »Vierendeel«-smíði, hvortveggja með mjög einfaldri gerð. Járn, venjulega sívöl, eru lögð þar sem tognun er mest, en steypan þolir þrýstinginn. í steypuna er venjulega blandað 1 hluti sement, 2 . hl. sandur, 3 hl. möl. Við útreikning burðarþols er þess gætt, að hvergi geti reynt meir á steypu en 40 eða jafnvel 50 kg/cm2 til þrýstings, en á járn hvergi meiri tognun en 1000 kg/cm*. Bogabrýrnar eru með 2 járnnetum efst og neðst í boga og krækjum milli þeirra til þess að gera úr báðum eina grind. Hæð boga um miðju hefur venju- lega verið Vio hluti lengdar. Allir bogar hafa verið gerðir fastir í báðum viðurlögum. Þeir sem eru yfir 15 m langir hafa verið reiknaðir út nákvæmlega eft- ir »Elasticitets«-kenningunni og tekið tillit til hita- breytinga og samþrýstings boga. Bogabrýrnar eru ýmist með þverveggjum eða 2 bríkum eftir endilöng- um boga ytst. Á þverveggjunum liggur brúarpallur- inn, sem einnig er steyptur og á honum til slits 12 —15 cm. þykt malarlag. Milli bríka er fylt með mold, en möl efst til slits. Bitabrýrnar eru jafnan með 2 bitum, en brúar- pallurinn er plata ýmist ofan á þessum bitum eða milli þeirra neðst og notast þá bitarnir einnig sem handrið. Á plötunni er malarslitlag 12—15 cm þykt. Frágangur brúnna er alstaðar mjög óbreyttur, engu varið til þess að gera útlit þeirra skrautlegt, en til þess að gera steypuna nokkru áferðarfegri en hún er úr mótunum, er kastað á hana sementsvatni, en ekki borið á hana sement-sandlag, það þykir ekki haldgott, nje heldur höggin hrufótt, svo sem mjög er algengt erlendis, til þess er steypuefnið hjer of lit- ljótt. Á brúargólfið er strokið þjettiefni úr asfaltblönd- un og þar yfir lagt 2 cm þykt lag úr sement-sand- blöndun, hvorttveggja til þess að tryggja, að ekkert vatn renni inn í steypuna og ryðgi þar járnin. Steinsteypubrýrnar hafa þann aðalkost fram yfir járnbrýr, að til viðhalds þeirra þarf engu að kosta og er það mikils virði hjer á landi, þar sem margar brýr liggja mjög afskekt og eftirlit og flutningar allir eru svo örðugir. Til smáviðgerða þurfa verkamenn oft að ferðast langar leiðir. Steinsteypan hefur hjer víðast reynst ódýrari til brúargerða en járn, með því að steypuefni er nálega alstaðar við hendi í árfar- vegum eða melum, en flutningur þungra járnstanga í bitabrýr eða strengja í hengibrýr er víða mjög örð-. ugur eða jafnvel ómögulegur. Flutningur á sementinu er að vísu oft mjög dýr í samanburði við kaupverð þess. Jeg man, að borgað hefur verið fyrir flutning á sementi frá Vík í Mýrdal til brúargerða í Fljóts- hverfi um 7 kr. fyrir pokann, en þar voru einungis stöplar steyptir, en brýrnar gerðar úr járnbitum, einmitt vegna þessarar löngu fjarlægðar frá kaup- túni og örðugleika og kostnaðar að flytja sementið óskemt svona langa leið. Jeg skal hjer leyfa mjer að gefa dálítið yfirlit yfir verð brúa, sem hjer hafa verið gerðar úr járnbentri steinsteypu, en mjög nákvæmt verður það ekki. Á reikningum brúnna eru oft ýmsar upphæðir, sem ekki eru beinn kostnaður við brúargerðina sjálfa,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.