Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 5
T í M A R I 'I' V. F. í. 19 18 47 þeirra innbyrðis. Það eru táknin, sem draga fram í dagsbirtuna og gjöra öðrum mönnum skiljanlegar, að svo miklu leyti sem unt er, hinar margbreytilegu myndir, sem í liugarheiminum vaka. Það eru aðal- boðberarnir frá sál til sálar og kyni til kyns. Sann- kallað kvikmyndasafn, er dregur í sig öld eftir öld alt það, er mótar menningu þjóðarinnar, livern and- blæ, er vekur ölduúf í hugum sona hennar og dætra, livern skugga, er bregður á svip hennar, hvert bros og bvern bjarma, sem brugðið hefur á andlit hennar. Málfæri hverrar kynslóðar er sannasti menningar- spegill hennar. Þess vegna er líka málsaga þjóðar- innar jafnframt menningarsaga hennar. II. Yngilindir orðaforðans. Tvenn andstæð öíl togast sí og æ á um málið: ihald og framsókn; annarsvegar ræktin við erfðamál feðranna með aflstöð sína í bókmentunum, hinsvegar vöxtur liugsunarinnar og rás viðburðanna. Hvorugt þessara afla má fá algjörða ylirhönd; það mundi leiða til kyrstöðu og dauða eða til taum- lauss gönuskeiðs, er svifta mundi í sundur menn- ingarböndunum milli kynslóðanna og gjöra þær að reköldum á reynslunnar sæ. Nýbreytnin á sér stað á öllum sviðum málsins: í hljóðfræði þess, málfræði og orðaforða. Að eins um síðasttöldu breytingarnar vildi ég mega fara fáum orðum, til undirbúnings meginefni erindis mins. Eg skal þó ekki fara neitt út í þá sálma hér að rekja orsakirnar til þess að gömul orð hverfa, heldur líta sfuttlega á hitt, hvernig málið auðgast að nýjum orðum. Það verður á þrennan hátt: Orð slœðast inn úr öðrum málum, merkingar breijtast og nýgjörvingar koma upp. Aðkomuorð. Hver þjóð hefur meiri eða minni viðskifti við aðrar þjóðir. Því örari sem þau viðskifti eru og því andlega ósjálfstæðari sem þjóðin er, því örara er aðslreymið úr erlendum tungum. Mest ber á að- streyminu, þegar nýir og öflugir menningarslraumar skella inn yfir þjóðlífið. Einna blönduðust allra mála álfunnar er enskan; yfir hana liafa ílóðöldur þriggja höfuðtungna fallið: Keltneska, norræna og franska. í islenzku er meira af aðkomuorðum en flesta grunar, og þó er hún tiltölulega hreint mál. Við klæðumst t. d. varla því fati, að heiti þess sé ekki af erlendum uppruna. Frá síðustu öldum heiðninnar, er norrænar þjóðir ráku verzlun og víking víðsvegar suður og vestur um lönd, stafar fjöldi lánsorða: sekkur, serkur, sykur, vin, ketill, bikar, stofa, klœði, bátur, grjúpán o. s. frv. Jafnvel afleiðsluendingu, sem nú er orðin allra endinga frjósömust í málinu, liefur norrænan sótt til latinunnar snemma á öldum, sem sé end- inguna -ari (lat. -arius); hún var í fyrstu tengd nafnorðum (dóm-ari), en síðar var liún notuð til að mynda nomina actoris af sögnum. — Með kristninni, og latnesku menningunni, sem hún leiddi við hönd sér, skella yfir tunguna heilar haföldur erlendra orða, einkum úr lalinu og grísku: kirkja, biskup, prestur, messa, skrín; skóli, skrifa, penni, blek, bréf, kver o. s. frv. Því næst koma rómönsk orð og þýsk með riddaraaldar-menningunni: kurteisi, hœverskur o. fi., og loks hollensk, lágþýsk og dönsk, sem mönnum hafa þótt lielst til mikil brögð að og óþarft er að greina. Jafnvel IvínVerjar, Persar, Arabar, Malayar, Rauðskinnar og Eskimóar hafa goldið okkur orða- gjöld: te, fill, ka/fi, sagó, tóbak, skrœlingi. Það ber og eigi allsjaldan við, að sama orðið er til í málinu bæði í innlendum og erlendum ham: garður — kurt, að hrifa — að skrifa, liryggur — kross o. 11. — Að ætla sér að fara að vísa öllum þessum geslum á dyr, eins og sumir hafa látið sér til hugar koma, væri að særa íslenskuna því holundarsári og merg- undar, er hún biði aldrei bætur. Vér megum þvert á móli vera þakklátir fjrir fenginn; vér liöfum markað hann voru þjóðmarki og getum þvi setið sælir að eigninni. Þýðingrabrigði (óðhvörf).') Það þarf ekki langan samanburð á fornu máli og nýju til að sjá, að allur þorri orða breytir merkingu, þ. e. þau tengjast öðrum hugmyndum en áður, og þá helst hugmjmdum, sem standa í nánu sambandi 1) Pess væri óskandi að vér ættum betra orð en »þýð- ing« eða »merking«, til að tákna efni orðanna. IBæði eru óhæg til samsetninga fyrir lengdar sakir og bera alt of sterkan starfsblæ. Fara auk þess illa í löglieita-sveit mál- fræðinnar. Heppilegt væri að það héiti rímaöi við hljóð. Orðin hafa hljóð og — ód:’ Gæti þessi lillaga ekki bætt úr skák? Sbr. óður = vit (»de sjæleevner, der udmærke men- nesket fremfor dyret«, Konráð Gíslason: Efterl. Skr. 1, 1871, »önd gaf Oðinn, óð gaf Hænir«. Sbr. Io. óðuv = frávita). Til þessa þarf því ekki annað en að þoka fornu merkingu orðsins um litið set. Sérmerkingin »skáldskapur« er hvort eð er á förum, bæði reikul og óþörf; nóg heiti til um þau efni. Og þótt hún liéldist, þá er ekki þar fyrir nein ástæða til að meina orðinu óður að færa út kvíarnar á þennan hátt. Af þvi stafar enginn glundroði. Sviðin eru glögglega greind. Og hvað gerði það þá til, þó að einhver álpaðist til að misskilja það i svip? Ilann mundi bráðlega reka nefið í vegginn — og átta sig. Ef þessi tillaga væri tekin til greina, mundum vér eign- ast fallegar og bandhægar samsetningar í stað langlokanna »þýðingarbreytingar«, »þýðingafræði« o. s. frv., sem sé orðin óðlwörf (óðbrigði, óðblœr) og óðfra’ði (semasiologi), er vegur snyrtilega salt við stöllu sína hljóð/rœði (sbr. lydlœrc og tydlcerc á dönsku).

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.