Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 8
50
TÍMARIT V. F. í. 1918
út úr hverjum um sig gætt nýju lífi, eins og fuglinn
Fönix. Mörg dæmi þess endist mér ekki tími til að
greina. Læl mér nægja að nefna tvö, tiltölulega ein-
föld. A íslensku þýðir orðið jöfurr konungur eða
höfðingi, en á þýsku þýðir það göltur (Eber). Þýska
merkingin er frumlegri, og tilbrigðin eru þannig til
köniin, að það var siður snemma á öldum með
norrænum þjóðum að prýða hjálma dýrlíkönum úr
dýrum málmi, gulli eða silfri, svo sem kunnugt er
af jarðfundnum menjum. Að öllum líkindum stendur
sá siður í sambandi við fylgjutrúna frá upphafi vega;
líkneskið var eins konar totem eða ættfylgjumerki.
Af líkneskinu íluttist nafnið yfir á hjálminn í heild
sinni (sijnekdoche), af hjálminum j'fir á þann, sem
hjálminn har (melonymij.
Orðið kálfur /skylt kálfi) táknar í fyrstu hvers
konar þykkildi, fær því næsl sérmerkinguna móður-
lif [sijnekdoche), þar af merkinguna fóslur (melonijmel,
síðan merkinguna nautsungi /aflur sijnekdoche) og
loks merkinguna auli (melaphor).
N’ýgjörvlugar.
Til þess að mynda nýgjörvinga eru tvær aðalleiðir:
afteiðsla og samsetning. fJví er mjög svo misskift um
tungumál, liversu fiðug þau eru í þessu efni. Sum
nota því nær eingöngu afleiðslu-aðferðina og er örð-
ugt um samsetningar. Svo er t. d. um frönsku. ís-
lenskan er jafnvíg á hvorttveggja, svo hjólliðug í
snúningunum, að henni getur slafað hætta af því.
Af handhægum afleiðsluendingum, með fullu frjó-
magni enn í dag, á hún mesta aragrúa; sumar eru
hlutlausar, aðrar með meira eða minna ákveðnum
merkingum, nokkurs konar flokkamerki. Karlkyns
gjöranda heiti (nomina actoris) eru t. d. afleidd með
endingunum -i, -ir, -nir, -uður, -ari: boði, -nemi,
-gjafi, -þegi, -fari, -liði, -hafi, -tali; hirðir; flognir;
frömuður; kallari. Tækisheiti á -ill: hefill, þvegill,
snerill, sendill. Einkunnaheili á (-iþa, er klofnað hefir
í þrent, eftir því hvaða hljóð fór á undan/ -ð, -d,
-t: hæð, lengd, dýpt; eða á -ni (upphaflega af lýs.o.
á -inn, siðar einnig af öðrum): hygni, rækni; ár-
vekni. Lýsingarorð, er tákna hneigð og gnægð á
-óttur, -inn, -ull, -ugur: þjófóttur, freknóttur, hygg-
inn, ötull, máltugur.
Og samsetningar má mynda óendanlega, tengja
saman orð af öllum orðflokkum, tvö eða fleiri. Frá
rökfræðilegu sjónarmiði er liðafjöldanum engin tak-
mörk sett. En hagsj'nin og fegurðartilfinningin ætti
að hvísla mönnum því í eyra, að langyrði spilla mál-
inu. Svo mikill er fimleiki málsins í þessu efni, að
á tviliðuðum samsetningum má löngum hafa enda-
skifti, ef báðir liðirnir eru lýsingarorð eða nafnorð:
mannfár, fámennur; hárfagur, fagurhár; nefstór, stór-
nefjaður. — Annars skal ég ekki fjölyrða um þetta;
það yrði oflangt mál að fara út í ísl. orðmyndunar-
fræði. Flestir rata þá leiðina of vel; hinum vísa ég
til málfræðisbókanna.
III.
Nútíðarhagur tungunnar.
Fjölnvfni. Langmæli.
Nú er uppi umbrotaöld í íslenskri menningu. Hrað-
fara framþróun á öllum sviðum og því ör uppsprelta
innanlands og aðstreymi utan að af nýjum hugmynd-
um og nýjum siðum. íslenskan er fjörmikið mál í eðli
sinu, er hefur svo að segja ótakmarkað frjómagn í
sér fólgið. Það skal ég vera síðastur manna til að
hera brigður á. En hún er /áskrúðug enn á mörgum
sviðum, og ot fjölskrúðug á öðrum. Hana vanlar enn
mikið á í festu og jöfnuði, í samanburði við mál
stórmentaþjóðanna. Þess vegna getur henni stafað
hælta af snöggum byltingum í hugmyndaheimi þjóð-
arinnar.
Hættan af áhrifum erlendra tnngumála er ekki jafn-
geigvænleg og orð er á gjört. Það er nú einu sinni
gömul vísa, sem þess vegna er kveðin bæði í tíma
og í ótíma. Þjóðernistilfinning íslendinga er sterk, og
málið sjálfl svo góðum vörnum gælt í eðli sinu gegn
þeirri hættu, að mikið má á ganga til þess, að það
verði undirlægja annara tungna. Hættan sem mest
kveður að i svipinn er annars eðlis. Hún stafar af
ýmislegri misbeiting á frjómagni tungunnar sjálfrar,
er engu síður getur leitt til meinlegra lýta og mis-
vaxtar.
Eitt af aðdáanlegustu einkennunum á eðlisfari
tungumála er það, að þau fylgja ekki þeirri reglu,
sem þó virðist liggja beinast við, að hver hugmynd
og hlutur eigi heiti út af fyrir sig, þannig að heitin
í málinu séu jafnmörg hugmyndum þess. Væri svo,
mundu málin verða svo viðamikil, þegar þjóðin er
komin á hátt menningarstig með auðugan hugmynda-
forða, að þau yrðu öfvaxin mannlegu minni, nema
þá einstaka afburðamanna. Myndirnar, sem um manns-
hugann reika, eru fjölbreytilegri en svo. Þess vegna
er sama orðið látið hafa margar merkingar, eins og
ég hef talið nóg dæmi til hér að framan. Þetta veld-
ur engum misskilningi, af þeirri einföldu ástæðu, að
í því augnabliki sem orðið er notað, kippa hugböndin
(ideassocialiones) að eins þeirri merkingunni fram í
vitundina, sem sambandið krefur. Hinar dotta í djúp-
inu og vakna ekki nema á þær sé kallað.
Þetta mikilvæga sparnaðarlögmál tungumálanna
hættir okkur íslendingum til að virða að vettugi, eins
og flestum þjóðum á frumlegu þroskastigi. Við förum
þveröfugt að. Við hrúgum saman /jölda orða til að
tákna sama hlutinn. Þetta er fyrsta hættuatriðið, sem
ég vildi víkja að. Eða erum við íslendingar þeim
mun gáfaðri en aðrar þjóðir, að það verði okkur ekki