Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Qupperneq 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Qupperneq 11
T í M A R I T V. F. í. 19 18 53 saga allra tungna, eins og ég hef bent til áður. I5au orð, sem við komumst fyrir upplökin að, sýna að frá upphaíi vega eru hlulirnir nefndir eftir einhverju einslöku einkenni þeirra, sem engan veginn þarf að vera neitt höfuð-einkenni. Vitanlega er hnittnast að svo sé. En það hefur alls enga þýðingu, þegar til lengdar lætur. í fyrstu eru því öll heiti meira og minna ófullkomin, eiginlega fremur einhliða einkunnir en heiti, og kippa hlutnum fram í vitundina að eins með tilliti til þessa sérstaka einkennis, sem þau eru miðuð við. En smátl og smált kemst á fullur jöfn- uður milli hlutar og heitis, einmitt við það að frum- merkingin fyrnist, vakir ekki skýrt fyrir manni, nema þá við nánari umhugsun. Enginn hugsar út í það, þegar hann nefnir orðið fljót, að hann tilgreinir að eins eina einkunn þess, það að það rennur. Og orðið elfr, sem þýðir upphaílega hvilur, vekur alveg eins skýra mynd í huga viðmælandans. Að frummerk- ingin fyrnist er skilyrðið fyrir fullkomnun orðsins og frekari framþróun. t*að er engum vorkunn að sjá, sem vill hugsa út í það, að orð eins og sól, sœr, jól, uatn, hundur, heslur, þar sem frummerkingin er alveg gleymd, eru bestu heitin. Fau bregða fram í huga manns óðara bili lieildarmynd af lilutnum, án þess að beina athyglinni að sérstöku einkenni hans. Á þessu megum vér aldrei missa sjónir. Fessi orð get- um við því miður ekki lekið okkur til fyririnyndar við nýyrðasmíðar, nema þá með þvi að setja saman einhver hljóð af handahófi og gjöra úr þeim stull orð, i samræmi við hljóðeðli og beygingareðli máls- ins, likt og sagt er að orðið gas sé til orðið. En þetta er viðsjál leið og ekki öðrum en smekkmönn- um hent; auk þess er sá hængur á, að þeim orðum er örðugt að koma á framfæri við almenning, af því að þau vantar sifjabönd í málinu. Annað getum við aftur á móti gjört til þess að hagnýta okkur þessa staðreynd, að elstu orðin, með gleymdri frummerkingu og slytl og fáguð af tímans þjóðhögu þjöl, eru yfirleitt best. Við eigum að halda dauðahaldi í öll slílc fornyrði, taka þau upp i nýrri merkingu jafnótt og þau úreldast, yngja þau upp í tímans anda. Við eigum að hafa fornöldina fyrir við- lagasjóð, eins og Frakkar latínuna. Þetta á að vera okkar aðal-úrrœdi, þegar okkur vanhagar um nijjar hugmyndir: Að endurvekja hið gamla í nýjum anda og krafti. Skáldamálið forna úir og grúir af úreltum orðum. Út í þá móa eigum við að senda málfróða menn með tínuker sín, og hlása síðan nýjum lífs- anda í nasir þessara fornu líkja. Eitt besta nýyrðið, sem ég hef heyrt nýlega, er ókótnir (sr. M. Helgason) um ofna, sem hafa verið nefndir »sibrennarar«, en það orð er rangmyndað. Ekki ætla ég mér þá du), að fara að setja reglur um orðasnn'ðar. Til þess skortir mig bæði lærdóm og listgáfu. Mér er líka markað þröngt svið að sinni. Það er því að eins til málamynda að ég drep hér stuttlega á helstu leiðirnar, sem tiltækilegt er að fara, þegar mann vanhagar um heiti á nýjum hugmynd- um, hvort heldur nöfn, einkunnir eða sagnir. I;’yrir- myndanna er að leita í málinu sjálfu. Það sýnir oss þær brautir, sem oss ber að ganga. í því skj'ni henti ég hér að framan á helstu yngilindir orðaforðans. Orðasmiðurinn verður að þekkja helstu eðlislög máls- ins, líkl og skáldið braglislina, og yfir höfuð hver listamaður lög þeirrar listar, sem hann stundar, og einkum verður liann að hafa drukkið í sig næman smekk úr fegurstu fyrirmyndar-ritum í málprýði. Hann verður með öðrum orðum að hafa jafnan hlið- sjón af hinni almennu máleðlisfræði, er ég leyfi mér að nefna á íslensku málspeki jsemanti([ue, linguisticj til aðgreiningar frá málfræði (grammatik; fúologi), en láta þó umfram alt fegiirðartitfinningu sína og hagsýni hafa aðal-laumhaldið. Það stoðar ekki að standa skjálfandi á beinunum frammi fyrir hálfvegis eða alvegis úreltri málvenju og þora ekki af einskærri lotningu fyrir forneskjunni að víkja við merkingu fornra orða, hversu sem hagsýnin krefst. Á þeirri hræðslu her alt of mikið hjá okkur. Mér leikur grunur á, að hún stafi af rangri skoðun á eðlisfari tungumála yfirleitt, þeirri hinni sömu, er ég vék að í upphaíi máls iníns. Annars á ég bágt með að skilja að mönnum skuli þykja hetra að taka upp ótil- höggna klumpa, og láta gamlar perlur, sem orðnar eru hnöttótlar í tímans hönd, renna sér úr greipum niður í fyrnskunnar eða gleymskunnar glæ, lieldur en að þræða þær á nýjar festar, flytja þær yfir á nýlt svið eða gefa þeim önnur blæbrigði, ef þörf gjörist. Ósjálfrátt gjörast slíkar breytingar því nær daglega á fjölda orða. Hversu miklu fremur mætti þá ekki gjöra þær vísvilandi í ákveðnum tilgangi á sjaldgæfum orðum, þegar hagsýnin býður? Fyrsl er auðvitað að fullvissa sig um það, eftir því sem föng eru á, að nýmælis sé þörf. Því næst er að gjöra sér glögga grein fyrir einkennum hlutarins, efni, lögun og tilgangi, til þess að koma sér niður á, eftir hverju þeirra lielst ætti að skfra hann. Það má að eins vera eilt og hnittilega valið, því að þeim mun hægra er að koma lieitinu á framfæri. Af sömu á- stæðu verður lieitið líka helst að eiga sér frændlið í málinu, er táknar skyldar hugmyndir; og þá er líka liægra að festa það í minni, því að hugbönd (associ- ationesj og htutföll (analogiae) orðanna við önnur orð eru þær meginviðjur, sem geyma orðamergð málslns samfjötraða í hugum vorum. Til að velja heiti eru þessar leiðir helstar: 1. Að vikja við merkingu orða, sem til eru í mál- inu, rýmka hana eða þrengja eftir atvikum, í sam- ræmi við það, sem áður er sagt um flokkahvörf, samhvörf og líkingar. Dæmi: »Gerikti«, sem trésmiðunum okkar þykir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.