Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 13
T í M A R I T V. F. í. 19 18 oo yngjast upp eingöngu af innlendum efniviði, getur naumast hjá þvi farið, að það verði eintrjáningslegt og þunglamalegt með tímanum. Á það bendir saga málanna. Pó að yngilindir þess séu miklar og marg- breylilegar geta þær samt reynst ónógar í mörgu falli og runnið til þurðar, ef því bætast engin aðföng utan að. Og bitt er líka vert að athuga, að heims- menningin hnígur nú æ meir og meir í sömu átlina, síðan samgöngur greiddust og símar tengja eyra við eyra og bönd við bönd svo að segja hvervetna á bygðu bóli. Þjóðunum blýtur því að verða lölu- verður hagur að því að eignast að nokkru leyti sameiginlegan heitaforða á megintœkjum og megin- hugtökum þessarar saineiginlegu heimsmenningar. Fað mundi á engan hátt hefta sérþroska hverrar einstakrar tungu. Fví verður ekki neitað, að þeir menn, er þessu halda fram, hafa mikið lil síns máls. Alþjóðleg (internalional) lögheiti í listum og vísindum gæti því komið til mála að taka upp innan vissra takmarka, — en að eins alþjóðleg, og þá helst valin í samráði af vísindamönnum hve.rrar greinar. Annars skal ég ekki fara nánara út í þetta efni að sinni. Fað verður ekki rakið til nokkurrar hlítar nema í löngu máli. Mér fyrir mitt leyti finst islenskan vel á vegi stödd í bráðina, þó að hún búi ein að sfnu að mestu leyti. Til erlendra orða ættu menn því ekki að grípa fyr en á síðustu forvöðum. Heiti verð- um við að fá — heitaleysið er hæltulegast — og það er betra að þau séu af þeim toga spunnin, ef þau eru stutt, liljómþýð og smellin, heldur en að bjargast við tólfálnalangar og tíræðar samselningar. En jöst regla ælti það að vera, ef leitað er til erlendra heita, að móta þau fyrst í íslenskt mót, gefa þeim islenska áherslu, islenskan hljóm og íslenska beyg- ingu. Ef orðin eru löng, fer einalt vel á því að stytla þau, taka að eins upp meginsamslöfur þeirra, lagaðar eftir íslensku tungutaki. Fetta hafa íslendingar oft gjört, og geíist vel: biskup, fill, fón (hvk., = sym- phonium, Jón Arason), fónn (J. Ólafsson), berkill (G. Björnson), dóni, bíll o. fl. Svipaðs eðlis eru svonefndar alþýðuskýringar, að svo miklu leyti sem það er látið sitja í fyrirrúmi að samþýða orðin innlendum hljómi og tengja þau inn- lendum sifjaböndum: syndaflóð, fiðrildi, stígvél, hrókur (í tafli, sbr. fuglsheitið). En ekki vil ég ráða neinum orðasmið til að stæla þær. Aftur á móti er vert að vekja athygli á þeirri leið, að taka upp handhæg orð úr nánustu frændmálun- um (gotnesku, færéysku, hjaltnesku, norsku, sænsku f og dönsku), það er að segja orð, sem verið hafa sann-norrœn og týnst hafa af einhverjum orsökum í íslensku, og taka þau þá vitanlega upp í þeirri mynd, sem þau mundu hafa haft, ef þau hefðu verið til í íslensku frá fornu fari, en alls ekki í nútíðar- mynd þeirra. En varla mun slikra orða þörf nema með breyltri merkingu, því að íslenskan á vafalaust til í fórum sínum heiti á öllum frumnorrænum hug- tökum. Fegar ég var að hugsa um, hvað gerikti ætti að lieila á íslerslui, datt mér t. d. i hug gotneska orðið faþa (girðing); það orð mætti taka upp í merkingunni »rammi«, eða »gerikti«. IJað mundi á ísl. heita föð (111. faðir, skylt faðmur). — Þetta er í rauninni sama leiðin og sú, sem ég benti á áðan í greininni um nýgjörvinga (stæling á rólorðum og stofnorðum). Ef til vill hefur það verið tilætlunin, að ég beindi máli mínu sérstaklega að iðnheitum. En það bef ég ekki gjört, af þeirri einföldu ástæðu, að þau lúta sömu lögum og önnur orð. Við niegum ekki gjöra þá feikna-kröfu til málsins og mannlegs minnis, að hvert svið sé sér um heiti. Best að sem ftest orð séu sam- eign allra, er málið mœla, en hafi að eins sérstakar merkingar á sérstökum sviðum. Hitt skal ég fúslega kannast við, að festuleysi nútíðarmálsins hlýtur að vera meinlegast á vísinda- og iðnsviðunum. Þar þarf því helst skjótra aðgjörða við. En þar er líka líknin sú, að þar er hægasl að koma á samræmi með sam- tökum — enn sem komið er að minsta kosli — vegna félagsskapar, mannfæðar og mannvals. Eg býst nú við, að það hafi fremur litinn árangur að vera að reyna að kenna mönnum reglur um orða- smíð. Aðalvarnarráð mitt gegn festulc.ysinu, sem við okkur horfir, er því það, að fá mönnum í hendur handhæga orðabók, er hafi að geyma þau heili, sein æskilegt þykir að nái festu í málinu, en ekki önnur, og þar sem þýðingarnar séu merktar eftir þeiin svið- um, sem þær eiga við. En þeirri bók lil undirbúnings þyrfti að seinja sér- stakar orðaskrár yfir hin einstöku svið, og forgöng- una í því efni ættu hin ýmsu félög að taka að sér, hvert á sínu sviði. Það sem þá þyrfti að gjöra er að safna því saman, sem til er i málinu, velja því nœst úr þvi og skapa í skörðin, ef þarf. Til þess hugsa ég mér þá leið besta, að hverl félag skipi nefnd rnanna í þessum tilgangi. Nefndirnar gangasl fyrir þvi, í samvinnu og hver á sínu sviði að útvega sundurliðaðar strikmyndir af helslu virkja-tegundum (húsum, skipum, brúm o. s. frv.), lólum og amboð- um, söinuleiðis nafnaskrár yfir þau heiti, sem nú er helst bjargast við, margfalda síðan þær myndir og skrár á sem ódýrastan hátt og senda þær víðsvegar út um kauplún og sveitir lil valinna manna, bæði lærðra (í þeim greinum) og leikra, með tilmælum um, að þeir skrifi á myndirnar og auki við á skrárnar þeim heitum og orðtökum, er þeir þekkja. Strikmyndirnar eru nauðsynlegar af því, að orða-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.