Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐR ABLAÐ1Ð 69 Fimmburafæðingin í Kanada. Fyrir nokkuru var þess getið í blöðunum, að fimm- burar hefðu fœðst í Kanada oí* lifað allir. Frá þessu er nánar saui í .lorn. of Am. Association 1./!)., og skal þessa getið: Konan átti lieima í litlu sveitaþorpi í Oiitariofylk- inu. Tíðir fékk liún 11 ára, en giftist 16 ára. Hún var 25 ára, er hún átli fimmburana, og liafði áður átt (i börn. Fimm þeirra lifðu. Aldrei hafði hún leitað læknis, fvr en 12. mai þ. á. Maður liennar skýrði þá lækni frá því, að hún væri vanfær, hefði bjúg i fótum og nokkra upp- sölu. Ekki laldi hann þó þörf á, að læknirinn vitjaði hennar. Hún fékk þá mixtúru. Læknirinn rannsakaði þvagið, og var mikið í því af eggjahvítu, og fór hún vaxandi næstu vikuna. Læknir laldi þá óhjákvæmilegt, að hann liti á koiuma. llún var þá enn á fótum og stúlkulaus með 5 hörnin. Sjónin var orðin sljó, uppsala og bjúgur í höndum og andliti og svo mikill á fótum, að tærnar voru sokknar. Náði hann ugp á mjöðm og jafnvel upp á kviðinn, einkum að aflan, svo að djúpar dældir komu, ef þrýst var á með fingri. Kviðurinn var mjög fyrirferðarmikill og belgvatn mikið. Læknirinn gat ekki áttað sig á lcgu fóstursins. Hann útvegaði konunni slúlku, lét liana fara í rúmið og sagði henni að borða aðeins spónamal. Við þetta minkaði bjúgurinn nokk- uð og þvagið óx. 28. maí var læknirinn sótlur. Þegar hann kom, voru tvö börn fædd og þriðja var að fæðast, en enginn við- búnaður annar en sá, að vatn sauð á tekatlinum. Ljós- móðir var ókomin, en tvær nágrannakonur voru til að- stoðar. Faðirinn liafði flúið burlu. Læknirinn liafði nú hraðar hendur og tók á móti þriðja barninu, en ná- grannakonurnar þutu af stað til þess að ná i eitthvað til þess að sveipa utan um börnin og eldsnevti til þess

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.