Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 12
70 LJOSíUÆ-ÐRABLAÐIÐ að leggja i ofninn. Nú koin ósprunginn belgur i Ijós og fæddist fjórða barnið í sigurkufli. Að lokum fædd- ist fimta barnið, einnig í sigurkufli. Læknirinn svifti auðvitað belgjunum sundur, svo að börnin druknuðu ekki. Segir læknirinn, að sér hafi fundist sig vera að dreyma, eiula hafi liann lítið sofið um nóttina. Hann þaut nú í að binda um naflastreng barnanna, en á fyrsta barninu hafði Ijósmóðirin gert það með tvinnaspotta af tvinnakefli, sem þar var. Börnin voru að vísu lifandi og grétu, en læknirinn gekk að því visu, að þau dæu, og skírði þau því skemri skírn í snatri. Ekki var annað að vefja utan um börnin en léreftstuska og handklæði. Var svo vermdu teppi vafið um alt sanian og börnin lögð í rúmið. Nú tók ekki betra við. Það var að líða yfir konuna. Blóðrás var lílil að sjá, en legið mjúkt og lítt finnan- legt, hörundið kalt og æðasláttur daufur. Nú var leg- botninn núinn, pituilrini og sekale dælt inn. Legið dróst nú bráðlega saman og æðasláttur skánaði. 20 mínútum eftir fæðingu síðasta barnsins gengu naflastrengir lengra niður og legið hækkaði. Var þá stutt á legið, og gekk þá fvlgjan úl og talsvert af blóði. Fvlgjan var ein og óskift með 5 lækjum. Rétt á eftir ætlaði aftur að líða yfir konuna. Var þá legið orðið aftur mjúkt og ófinnanlegt. Pituitrini og se- kale var aftur dælt inn, en Iielst leit út fyrir, að konan væri að skilja við. Húsbóndinn sást hvergi, svo að lækn- inum leist það ráðlegast að fara og sækja presl1), en lét Ijósmóðurina halda við legið. Presturinn bjó enska milu þaðan. Þegar læknirinn kom aflur með prestinn, leið kon- unni miklu betur. Blóðrásin bafði að mestu stöðvast, og eftir 2 klst. var konan úr allri bættu í svipinn. 1) Sennilega hefir fólkið veriS kaþólskt og þess vegna taliS skín og prestsþjónustu bráSnauðsynlega.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.