Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið VI., 1934. Um fóstureyðingar. Meðal ýmsra annara mikilvægra mála, sem liggja fyr- ir Alþingi því, sem nú silur á rökstólum, er lagafrum- varp eitt, sem landlæknir, hr. Vilmundur .lónsson, liefir samið og flutt er af ríkisstjórninni. Efni þessa frum- varps er svo þýðingarmikið fyrir hvern einasta mann í þessu landi, að full ástæða er til, að þvi sé gaumur gefinn af alþjóð. Ljósmæðurnar hafa þó alveg sórstaka ástæðu öðrum freniur, til þess að veita athygli frum- varpi þessu, og láta það til sin talca að einhverju leyli. IJað virðist því vel til fallið, að Ljósmæðrablaðið kynni frumvarp þella nánar fyrir lesendum sínum, og leyfir það scr því að prenta upp frumvarpið, eins og það var lagt fyrir þingið. Seinna mun verða nánar skýrt frá gangi þessa máls og úrslitum á Alþingi. Frumvarpið hljóðar svo: Frumvarp til laga um leiöbeiningar fyrir konur um o'arnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstur- eyðingar. 1. gr. •— Ef kona vitjar læknis og er sjúk á þann hátt, að læknirinn telur hættulegt fyrir hana vegna sjúkdóms- ins, að verða harnshafandi og ala harn, er honuni skylt að aðvara hana i þvi efni og láta henni í té leiðbeining- ar lil þcss að koma í veg fyrir, að hún verði barnshafandi. Nú leitar kona til héraðslæknis, annars starfandi lækn- is eða sérfræðings í kvensjúkdómum eða fæðingarhjálp, (>g óskar leiðbeininga um varnir gegn því að verða harns-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.