Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1934, Side 3
Ljósmæðrablaðið VI., 1934. Um fóstureyðingar. Meðal ýmsra annara mikilvægra mála, sem liggja fyr- ir Alþingi því, sem nú silur á rökstólum, er lagafrum- varp eitt, sem landlæknir, hr. Vilmundur .lónsson, liefir samið og flutt er af ríkisstjórninni. Efni þessa frum- varps er svo þýðingarmikið fyrir hvern einasta mann í þessu landi, að full ástæða er til, að þvi sé gaumur gefinn af alþjóð. Ljósmæðurnar hafa þó alveg sórstaka ástæðu öðrum freniur, til þess að veita athygli frum- varpi þessu, og láta það til sin talca að einhverju leyli. IJað virðist því vel til fallið, að Ljósmæðrablaðið kynni frumvarp þella nánar fyrir lesendum sínum, og leyfir það scr því að prenta upp frumvarpið, eins og það var lagt fyrir þingið. Seinna mun verða nánar skýrt frá gangi þessa máls og úrslitum á Alþingi. Frumvarpið hljóðar svo: Frumvarp til laga um leiöbeiningar fyrir konur um o'arnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstur- eyðingar. 1. gr. •— Ef kona vitjar læknis og er sjúk á þann hátt, að læknirinn telur hættulegt fyrir hana vegna sjúkdóms- ins, að verða harnshafandi og ala harn, er honuni skylt að aðvara hana i þvi efni og láta henni í té leiðbeining- ar lil þcss að koma í veg fyrir, að hún verði barnshafandi. Nú leitar kona til héraðslæknis, annars starfandi lækn- is eða sérfræðings í kvensjúkdómum eða fæðingarhjálp, (>g óskar leiðbeininga um varnir gegn því að verða harns-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.