Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Síða 3
Ljósmæðrabl. V, 1953
Samvaxnir tvíburar.
Eftir Rigmor Ingmann,
yfirljósmóður við fæðingardeild B, Ríkisspítalanum, Kbh.
Hinn 30. marz þ. á fæddust samvaxnir tvíburar á B-
deild fæðingarstofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Þ. 7. maí
kom slík fæðing fyrir í annað sinni. Það var þríburafæð-
ing, tveir voru samvaxnir, en sá þriðji lifði og skrifað-
ist út með móðurinni eftir 16 daga.
Fyrri konan var 29 ára og fæddi í þriðja sinn. í fyrra
hjónabandi hafði hún eignazt tvö heilbrigð börn, 1945
og 1948. Tengdamóðir hennar var tvíburi, svo og frændi
hennar og frænka. Ekki var nákvæmlega vitað um tíðir,
en hún taldi sig hafa haft þær síðast 7. maí. Var því
búizt við fæðingu í febrúar. Allan meðgöngutímann var
hún meira og minna lasin, hafði uppköst og þrautir í
kviðarholi og síðast kvef í lungnapípum og hitaslæðing.
Seint í febrúar var tekin af henni Röntgenmynd eftir
beiðni ljósmóðurinnar. Kom þá í ljós, að um tvíbura var
að ræða, og voru báðir í höfuðstöðu. Áður hafði konan
verið skoðuð á eftirlitsstöð fyrir vanfærar konur og þótti
ekki ástæða til að ráðleggja henni að fæða í fæðingar-
stofnun.
Þann 30. marz kl. 18,30 var hún lögð inn á fæðingar-
deild B. Vatn hafði farið kl. 10 um morguninn og hríðir
voru góðar eftir að hún hafði fengið þrjár pítúítríninn-
spýtingar. Legháls var útvíkkaður til fulls og kl. 16,15
fór að þrýsta niður og sjá í höfuðið. Læknir sá, er lagði
hana inn, upplýsir, að hann hafi með rannsókn gegnum