Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 6
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fæðzt heyrnarlausir (C). Slíkar upplýsingar voru þó stop- ular um þá, sem fæddust fyrir 1930. Fjölskyldutilfellin (A) voru: 1) systkini (böm áður- nefndra hjóna), f. 1926 og 1928, og dóttir annars þeirra (f. 1944). 2) þrjár systur, f. 1910, 1911 og 1922. 3) tvær systur, f. 1916 og 1920, og 4) systkini, f. 1931 og 1935. Mjög er það áberandi, hve miklu fleiri þeirra, sem vitn- eskja er um að hafi orðið heyrnarlausir í barnæsku, eru íæddir eftir ársbyrjun 1930 en fyrir þann tíma. Þeir eru 18 á tímabilinu 1930—1955, en aðeins 4 frá 1901—1929. Hér munar langmest um afleiðingar af heilasótt (menin- gitis cerebrospinalis epidemica), sem ástæða er til að ætla, að lítt eða ekki hafi gætt fyrir 1930; en a.m.k. 7 börn fædd á síðara tímabilinu virðast hafa misst heyrnina af völdum hennar.*) Að öðru leyti er trúlegt, að munurinn — umfram það, sem rekja má til aukningar fólksfjölda, — stafi aðallega sf vantalningu á fyrra tímabalinu vegna ófullkominnar aðgreiningar meðfædds og áunnins heymarleysis. Er þá komið að þriðja flokknum (B), en ætla má, að ílestir þar taldir hafi fæðzt án heymar og sérstökum grun um ættarfylgju sé þó ekki til að dreifa. Ljóst er, að fram til 1940 er ekki um svo áberandi samband að ræða milli fjölda slíkra fæðinga og faraldra af rauðum hundum, að vænta hefði mátt, að það vekti athygli. Að vísu höfðu þrjú heyrnarlaus böm (auk fjöl- skyldutilfellis) fæðzt 1916, síðara ár faraldursins 1915— 1916, og önnur þrjú 1927, að afloknum faraldrinum 1925 —1926 (sbr. þó síðar). En þar á móti kemur, að ekki er kunnugt um neinar slíkar fæðingar í sambandi við farald- *) Pram til 1940 hafa aðeins eitt og eitt tilfelli verið skráð endr- um og eins af heilasótt, en þá hefst smá-faraldursalda, og voru 79 sjúklingar skráðir á þrem árum. Súlfalyfin komu þá að góðu haldi og dóu aðeins sjö, en nokkra svipti veikin heyrn, bæði þá og síðar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.