Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ urinn 1906—1907 og 1922 höfðu fæðzt tvö þess háttar börn, án þess að faraldri hefði verið til að dreifa. En 1941 fæðast svo mörg börn, er síðar reynast heyrn- arlaus, að furðu mátti vekja. Níu daufdumb börn, öll fædd á þessu ári, komu í Málleysingjaskólann, er þau höfðu aldur til, en þrjú þeirra hafa þó að öllum líkindum misst heyrnina á barnsaldri. Hin sex voru fædd á tímanum frá 26. maí til 15. sept- ember, að nýafstöðnum faraldrinum 1940—41, sem var langmesti faraldurinn til þess tíma. Að vísu var í upp- lýsingum til skólans um mörg þessara barna gefið í skyn, að þau hefðu misst heyrn í veikindum, svo sem kíghósta, á fyrsta ári (5—8 mánaða). Virtust þetta þó aðeins vera getgátur til að skýra heyrnarleysið, enda kom ekki fram neitt það, er benti til, að Þau hefðu áður haft heyrn, og var þó um það spurt sérstaklega. Næsti stórfaraldur, og hinn mesti til þessa dags, hófst svo seinni hluta árs 1954 og stóð fram á fyrri hluta næsta árs. En það ár, 1955, fæddust átta heyrnarlaus böm, öll á þeim tíma, er vænta mátti af afleiðingar faraldursins kæmu fram. Ekkert benti til annars en þau hefðu öll verið heyrnarlaus þegar við fæðingu, enda var þess beinlínis getið um flest þeirra, að svo hefði verið. Fimm af mæðr- unum upplýstu, að þær hefðu fengið rauða hunda snemma á meðgöngutímanum, einni var ekki kunnugt um, hvort svo hefði verið, en frá tveimur voru ekki upplýsingar fyrir hendi um þetta atriði. Virðist að athuguðu máli lítil ástæða til að efast um, að rauðir hundar hafi verið valdir að heyrnarleysi flestra, ef ekki allra þessara barna, og þá einnig bamanna sex frá 1941. Hve mikil er áhœttan? I fyrstu voru líkurnar fyrir því, að barn fæddist heyrnarlaust, ef móðirin hefði fengið rauða hunda á fyrsta þriðjungi meðgögnutímans, taldar mjög miklar — allt að 70—80%, eða jafnvel meiri. En

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.