Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 þær niðurstöður, sem hér hefur verið komizt að um heym- arleysi, geti komið allvel heim við þetta. Meðfœdd blinda af völdum rauðra hunda stafar að jafn- aði af cataracta. Erfiðara er að hafa upp á þessum til- fellum eftir á en heyrnarleysingjum, því að sem betur fer tekst oft að veita börnum, sem fæðast með cataracta blindu, sæmilega sjón. Þau koma þá ekki á blindraskrá og eru ekki vistuð í blindraskólum. Tekizt hefur — aðallega með góðfúslegri hjálp augn- lækna — að hafa upp á 19 fæðingum blindra barna með cataracta á tímabilinu 1941—1960, og má vera, að ekki sé fulltalið. I fjórum tilfellum var talið um arfgengi að ræða, en af mæðrum hinna barnanna 15 höfðu 10 fengið rauða hunda á öndverðum meðgöngutíma. Má því gera ráð fyrir, að ekki færri en 10 böm hafi á þessu tímabili fæðzt blind af völdum rauðra hunda, og liefur áður verið birt greinargerð um tvö þeirra, bæði fædd 1948 í lok minni háttar faraldurs(ll). Fjögur voru fædd 1955 (tvö jafnframt heyrnarlaus), rétt eftir farald- urinn mikla 1954—1955, en aðeins eitt 1941 og svo eitt hvert áranna 1944, 1945 og 1956. Samband við faraldra kemur því ekki eins greinilega fram þarna og var um heyrnarleysi, og þarf það raunar ekki að vekja undrun, þegar athugað er, hve fá tilfellin eru. Missmíð á hjarta. Meðfædd blinda og hjartagallar af völdum rauðra hunda virðist mjög oft fara saman(2). Sú mun og reyndin hafa verið hér, því að öll nema eitt af fcörnunum tíu með cataracta post rubellam voru talin hafa hjartasjúkdóm. Talið hefur verið, að heyrnarleysi eftir rauða hunda, og jafnvel blinda, sé algengara en hjartagallar (a.m.k. meiri háttar). Sé svo, má vel vera, að missmíð á hjarta stafi sjaldnar af rauðum hundum en af öðrum orsökum saman- lagt, og er þá óvíst, að áberandi fleiri börn hafi fæðzt

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.