Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 14
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Frumstæð fæðingarhjálp í Maroco Grein þessi, sem er stytt allverulega birtist í sænska iæknablaðinu í vor. Eva Ernholm læknir, var ein þeirra lækna, sem send var til Maroco á vegum alþjóðlegrar lijálparstarfsemi Rauða krossins árið 1961, þegar þúsund- ir manna þar í landi veiktust og lömuðust alvarlega vegna eiturverkana olíu, sem seld hafði verið sem matarolía. Notaði dr. Ernholm tækifærið, til að kynna sér, svo sem tími hennar leyfði fæðingarhjálp við þau frumstæðu skil- yrði, sem þarna voru fyrir hendi. Þessar athuganir voru gerðar á tímabilinu 5. maí til 30. júní 1961 og eru á ýmsan hátt athyglisverðar. Dr. Ernholm segir: Konunni í Maroco er ætlað það hlutverk að þræla fyrir manninn og fæða honum börn. Svo til öll börn fæðast í heimahúsum þ. e. í óhrjálegum kofum, án þess að leitað sé hjálpar annarra en grannkvenna og Allah. Ég var aldrei við fæðingu þama því miður enda hefði nærvera mín sennilega truflað eðlilegan gang mála. Aftur á móti sögðu sjúklingar mínir greinilega frá öllu varðandi fæðingar og bar þar ekki á tregðu eða blygðunarsemi. Fæðingartækni: 113 konur, sem fætt höfðu 391 barn voru spurðar hvort þær hefðu átt börn heima eða á sjúkra- húsi, og í hvaða stellingu þær hefðu átt börnin. Árangur- inn er samkvæmt töflu 1. Tafla 1. Líkamsstellingar hjá frumstæðum konum í Maroco við fæðingu. Samtals 391 fæðing. Prósentutala sett í sviga. Liggjandi Sitjandi Standandi á bakinu Samtals Á sjúkrahúsi — - 35 (9) 35 ( 9) Heima _____ 337 (86) 8 (2) 35 (9) 356 ( 91) 337 (86) 8 (2) 46(12) 391 (100)

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.