Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Síða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
51
hans voru konur er áttu 2—3 börn og aldur þeirra var
20—30 ár.
Tafla 3. Tilfelli með eggjahvítu í þvagi, hækkðan blóð-
þrýsting, bjúg og krampa meðal 131 barnshafandi kvenna
í Maraco.
Tala kvenna
Hækkaður blóðþrýstingur ........ 6
Eggjahvíta í þvagi _________ 2
Bjúgur ......................... 2
Krampi ......................... 1
Aðeins var hægt að sanna að ein kona af þessum 131
hefði haft krampa eða um 0.7%. Franskir sveitalæknar í
Maroco hafa sagt mér að eitrunarsjúkdómar séu sjald-
gæfir hjá konum í Maroco, og áætla að þeir séu ekki tíðari
en 0.2%. Hækkaður blóðþrýstingur, eggjahvíta í þvagi
og bjúgur geta bent til þess að eitrun sé í uppsiglingu, en
ekki gat ég athugað hvort um annað gæti verið að ræða
t. d. nýrnabólgu.
Dánartala kornabarna. Hún er mjög há þarna eins og í
öðrum vanþróuðum löndum. I þessum tölum frá Marocko
hafa 11 nýfædd börn dáið. Af þeim 673 sem lifðu dóu 66
á fyrsta aldursári eða samtals 77 börn eða um 9.8% dánar-
tala smábarna (í Svíþjóð um 1.6%).
Ekki hefur verið hægt að fá upplýsingar sem byggjandi
er á frá Marocko eða öðrum löndum, þar sem fólk býr við
svipaðar aðstæður, um hve margar mæður deyja af barns-
förum. Þar sem slíkt hefur verið athugað er talið að 25%
mæðranna deyji af völdum eitrana. I Israel t. d. virðast
slíkar eitranir vera helmingi algengari hjá evrópskum
konum, er þar búa, heldur en konum frá Marocko, Irak
eða Tunis, sem búsettar eru þar einnig. Einnig virðist
greinilegt að eitranir þessar séu nokkuð árstíðabundnar,
og eru þessa einnig dæmi í Svíþjóð, eins og tafla 4 ber
vott um. Athuganir þær, er þar eru birtar tók ég saman