Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Side 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
55
Ef heyrnin er mjög lítil frá fæðingu er þó án efa heppi-
legast að börnin geti gengið í sérskóla, með fáum nemend-
um í hverjum bekk. Það er engum vafa undirorpið að
heppilegast er að hafa slíka bekki í venjulegum skólum,
svo bömin þurfi ekki að flytja að heiman og skipta um
umhverfi. I mörgum löndum, svo sem Danmörku og Eng-
landi fer nú fram kerfisbundin leit að heyrnarsljóum börn-
um áður en þau verða 6 mánaða gömul, og sérfræðingar
hjálpa foreldrum þessara barna með ráðum og dáð. Talið
er að næmleiki bams til að læra, sé einna mestur 3—4
fyrstu árin, sem bamið lifir. Síðan dregur smám saman
úr næmleikanum, og þegar barn er orðið 7 ára verður það
að beita viljaafli til þes sað læra eða venja sig af óvana,
sem það kann að hafa lært — t.d. röngum framburði.
Það er án efa rétt að láta kornabörn fá heymartæki.
Með því móti eru því skapaðir möguleikar á þróun máls,
sem nálgast það eðlilega.
Það verður að leiðbeina foreldrum.
Mikið reynir á foreldra heyrnarsljórra barna, og þeir
verða að standa í stöðugu sambandi við sérmenntað fólk,
sem veitt getur ráð og uppörfun.
Heyrnartæki hafa verið dýr. Það þarf oft að líta eftir
þeim og gera við þau og ef allir eiga að standa jafnt að
vígi verða þau — ásamt sérfræðingaaðstoð að vera fólki
að kostnaðarlausu.
Foreldrarnir verða, hvað sem öðru líður að fórna mikl-
um tíma til að leiðbeina þessum börnum sínum, enda gera
flestir það með glöðu geði.
Venjulega hafa þessi böm fulla greind. En jafnvel mjög
gáfað bam þarf á aðstoð að halda í fyrstu ef það á að
geta lifað eðlilegu lífi.
Þýtt og stytt úr norska ljósmæðrablaðinu.
Grein eftir Astrid Meen, talkennara. J. J.