Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Side 22
56
L JÓSMÆÐR ABL AÐIÐ
Varnir gegn krabbameini
Aldrei verður það ofbrýnt fyrir fólki hve mikils virði
það er að leita læknis tímanlega, og á það ekki hvað síst
við þegar um sjúkdóm eins og krabbamein er að ræða. Það
eru margar ástæður fyrir tregðu þeirri, sem fólk sýnir er
það á að leita læknis, og má þar m. a. nefna vanþekk-
ingu, hræðslu, kæruleysi. Mikið hefur verið rætt um ýms
einkenni krabbameins, og stöðugt er unnið að því að út-
breiða þekkingu meðal almennings á sjúkdómnum. Enda
þótt ekki þurfi að búast við að leikmenn greini slíkan
sjúkdóm á byrjunarstigi hefur aukin þekking orðið að
ómetanlegu gagni.
Hræðslan er verri viðureignar. Kjarklítið fólk veigrar
sér við að leita læknis, vill ekki fá vondan grun staðfestan,
en oft er þessi grunur byggður á hreinum misskilningi.
Margir hallast því að þeirri varúðarráðstöfrm að leita
læknis og láta rannsaka sig vandlega a. m. k. einu sinni á
ári, þótt menn kenni sér hvergi meins, þar sem æfður
læknir getur séð ýmsa kvilla á algjöru byrjunarstigi.
Brýnt hefur verið fyrir konum að athuga brjóst sín
reglulega, því það er til þess að gera auðvelt að sjá ber
eða æxli í brjósti. Konan á að standa fyrir framan spegil
og athuga eftirfarandi: Eru brjóstin jafn stór og hafa
þau sömu lögun, slapir annað brjóstið meira niður en hitt,
eru geirvörturnar í sömu hæð, eru þær dregnar innávið,
eru nokkur útbrot í kring um geirvörturnar, blæðingar
eða vessar. Athugið hvort bollar, hrukkur eða klumpar
eru í húðinni. Þuklið brjóstin og athugið hvort nokkur
fyrirferðaraukning eða ber séu þar.
Fjöldarannsóknir eru m. a. byggðar á eftirfarandi stað-
reyndum. Við vitum öll að líkami vor er byggður úr ótelj-
andi frumum. Frumur þær, sem klæða hol líkama okkar