Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 6
30 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ ir, sem hægt er að meira eða minna leyti að halda í skef j- um með réttu mataræði og koma í veg fyrir heilasködd- un og andlegan vanþroska. Þarna opnast nýir möguleikar, en einnig vandamál. Með því að bjarga þessum einstaklingum, verður einnig að gera ráð fyrir, að þeir auki kyn sitt, en þeir hafa hina sjúklegu erfðaeiginleika í tvöföldum mæli, og þar með er a.ukin hætta á, að tilfellunum f jölgi. Sú hætta er ekki eins rnikil, ef varúðar er gætt í makavali. Erfðaeiginleikarnir eru bimdnir við krómosómin eða litningana. Á allra síðustu árum hafa betri tæki til rann- sókna á litningunum komið fram með aukinni tækni, svo að margt af því, sem nú stendur í tiltölulega nýlegum kennslubókum, er orðið úrelt. Fyrstu upplýsingarnar um litningaafbrigði hjá mönnum komu frá París í janúar 1959, en þá tilkynntu 3 Frakkar, að þeir hefðu fundið 47 litninga hjá 3 mongoloidum, en eðlilegur litningafjöldi er 46, það er að segja 23 samstæður tveggja litninga. Þegar í marz sama ár höfðu þeir fundið 9 mongoloida í viðbót við þá 3, sem fyrir voru með afbrigðilega litningatölu. Fljót- lega voru þessar niðurstöður staðfestar með enskum, sænskum og dönskum rannsóknum og víðar að. Menn eru sammála rnn, að aukalitningurinn sé lítill og afbrigðilegur í 21. litningasamstæðu, þannig að í samstæðunni eru þrír litningar í stað tveggja, en samstæðurnar eru tölusettar. Vegna þess, að algengara er, að eldri mæður eignist frekar mongoloid börn en ungar, gæti það bent til þess, að þessar litningabreytingar ættu sér stað í eggfrumunni. Seinna hefur komið í ljós, að ekki eru allir mongoloidar með 47 litninga, en þó hefur fimdizt svonefnd rangstæða á niðurröðun litninganna. Þetta á oft við, þegar mæðurnar eru ungar og fleiri tilfelli af mongolismus hafa komið fyrir í ættinni. Þekktar eru ættir, þar sem fleiri tilfelli af mongolismus hafa komið fyrir. Mongoloidbörnin hafa haft 46 litninga,

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.