Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 8
32 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ að órannsökuðu máli. Um það bil einn af hverjum piltum á hælum fyrir vangefið fólk eru með þessa truflun. Flestir eru þeir vanvitar eða hálfvitar. Sjaldgæfari myndirnar með fleiri en 47 litninga hafa alltaf í för með sér meiri vöntun og annarlegri andleg af- brigði. Hjá einstaklingum, sem að ytra kyni til eru stúlkur, kemur fyrir ástand, sem kallað er Turnerssjúkdómur og nú hefur einnig verið skýrður með afbrigðum í litninga- skipan. Þessar stúlkur eru flestar smávaxnar. Þær verða ekki kynþroska, eru heldur barnalegar alla tíð. Vöxturinn er afbrigðilegur. Þær minna á drengi, en eru að auki með ymsa ágalla, sem eru algengari hjá karlmönnum en konum. Þær eru oft litblindar, rauðgrænblindar og margar með sérstaka hjartagalla, sem er algengari hjá karlmönnum. Einstaklingar með Turnerssjúkdóm hafa aðeins einn X litning, en ekki y litning. Litningatalan er 45, það er að segja XO. Þetta er einnig algengara en gera mætti ráð fyrir, en sem betur fer er skerðing greindarinnar oft ekki mikil og einstaklingar með eðlilega greind koma einnig fyrir. Þriðja afbrigðið eru konur með 3X litninga. Þetta af- brigði finnst oft samfara greindarskorti. Þessar konur eru ekki kvenlegar, og allar eru þær ófrjóar. Auk XX og XY, sem er hið eðlilega, þekkjast nú eftir- farandi afbrigði XXY, XO, þrjú X og Y, þrjú X, en YO liefur ekki fundizt og vafasamt er, að slíkur einstaklingur gæti lifað. Sjúklingar með Klinefelters og Turners sjúkdóma eru, auk þess að vera með afbrigðilegan litningafjölda, líka með röskum á innkirtlastarfsemi. Afbrigðileg litningaskipan mongoloidanna finnst líka í hvítu blóðkornum þeirra, og á seinni árum hafa tiltölulega margir mongoloidar fundizt með hvítblæði. Ákveðin tegund fósturgulu cr í örfáum tilfellum orsök

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.