Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Side 10
34 LJÓSMÆÐRABLAÐH) er stór og framstæð. Barnið er seint til gangs og máls, löddin er hrjúf, beinvöxtur hægur, en það veldur dverg- vextinum. Andlegur þroski þessara bama er mismunandi. Enda þótt þessi sjúklingar séu algengastir á joðsnauð- um landssvæðum, skýtur þeim upp öðru hverju alls staðar. Orsökin er í flestum tilfellum joðskortur. 1 nokkmm til- fellum er stjómarstarfi heiladingulsins ábótavant, og í enn öðrum vantar allan eða mestan skjaldkirtilvef í fóstrið. Ef þetta ástand er greint í tíma, má mikið bæta úr fyrir þessum dvergum með því að gefa þeim skjaldkirtils- eða heiladingulshormón. Næmir sjúkdómar, sem algengastir eru taldir sem orsak- ir vanskapaðs fósturs, eru rauðir hundar og sárasótt. Ef verðandi móðir fær rauða hunda á þremur fyrstu mánuð- um meðgöngutímans, eru stundum líkur fyrir einhverjum vanskapnaði fósturs, vafasamara er um ýmsa aðra veiru- sjúkdóma. Sárasóttarsýkillinn flyzt í gegnum fylgju og sýkir fóstrið, ef móðir þess ber hann í sér. Ef fóstrið deyr ekki í móðurkviði eða fæðist andvana, ber bamið sárasóttar- einkenni við fæðingu. Auðveld greining sárasóttar og fúka- lyfið penicilline hafa gerbreytt horfum þessara barna, svo að nú er sárasótt mjög fátíð orsök fávitaháttar. Geislavirk efni geta breytt litningabyggingu frumna og á þann hátt valdið vanskapnaði fósturs. Margir telja þetta raunhæft atriði í sambandi við röntgengeislun mæðra á fyrstu mánuðum meðgöngutímans. Þótt alltaf sé nokkur hætta samfara óeðlilegum fæð- ingum, nær þó meiri hluti þeirra bama, sem verða fyrir áverka í fæðingunni, eðlilegum andlegum þroska. Innan við 10% vangefinna bama hafa hlotið fæðingaráverka, sem taldir eru orsök hins andlega vanþroska. Loks skal rætt um áverka og sjúkdóma eftir fæðingu. Margir telja, að allt að því fjórðungur vangefinna barna hafi í bernsku hlotið varanlegar skemmdir á taugakerfi

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.