Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Side 3

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Side 3
Sjón og heilsugœzla (Erindi flutt á fundi Kvenstúdentafélags Islands 2. marz 1966). Ég nefni þessi fáu orð, sem hér fara á eftir þessu nafni, enda þótt ég ætli ekki að gera sjóninni og varðveizlu henn- ar skil nema á takmarkaðan hátt og raunar einungis á vissu aldurskeiði. Fyrir nokkrum árum talaði ég hér um glaukom, þann augnsjúkdóm, sem mestri blindu veldur hér hjá okkur og í flestum vestrænum menningarlöndum, þar sem sá skað- legi augnsjúkdómur — trachoma — sem mestri blindu veldur hjá mannkyninu yfirleitt er óþekktur. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða-heilbrigðisstofnunar Sþ. (WHO) er álitið að nærfellt fjórði hluti mannfólksins þjáist af trac- homa. Glaukom er fyrst og fremst sjúkdómur eldri kynslóðar- innar eða gamla fólksins og það hefur mikla þýðingu að fyrirbyggja að sá sjúkdómur nái að skemma sjónina. — Augnlæknarnir Kristján Sveinsson og Guðmundur Björns- son hafa báðir skrifað ýtarlegar greinar um glaukom, sem birzt hafa í Læknablaðinu. Að þessu sinni langar mig hinsvegar að byrja á hin- um endanum, ef svo má segja og tala um sjónina hjá yngri kynslóðinni — börnunum sérstaklega. Það er nauðsynlegt að byrja á því að tala um sjónina nokkuð almenns eðlis. Fyrst þroska hennar, síðan þau vandamál og erfiðleika, sem geta orðið þess valdandi að hún þroskist ekki eðlilega, og loks hvað hægt er að gera oft og tíðum til að fyrirbyggja að skaðinn skei eða með

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.