Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Side 14

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Side 14
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ band við hjartað, og var því ætlað að hraða og styrkja hjartsláttinn. Að þessu loknu var barnið sett niður í 40,5 stiga heitt vatn og líkamshitinn komst aftur í eðlilegt horf. Skurðin- um var lokað og þriggja stunda aðgerð var lokið, en þá var ekkert annað að gera en bíða og vona, að árangurinn yrði góður. Nokkrum dögum síðar, fékk móðir Benjy að vita, að hann myndi lifa uppskurðinn af, og læknarnir sögðu við hana: „Hann brosti í dag.“ Þetta er í annað skipti, sem uppskurður, sem þessi er framkvæmdur á Háskólasjúkrahúsinu, og í bæði skipti hafa þeir heppnazt, en talið er, að þessi aðferð hafi ekki heppnazt við uppskurði annars staðar. Á meðan á aðgerð- inni stóð stöðvaðist allt blóðrennsli til heilans, en ekki er að sjá, að það hafi skaðað barnið á nokkurn hátt. KARDIALGI framh. Það er fernt, sem getur leitt til þess að kardialgieinkenni komi í ljós: 1. Aukinn ,,tonus“ eða samdráttur í neðasta hluta vélinda. 2. Mikil útþensla á þessu svæði. 3. Bein erting svo sem saltsýra úr maganum. 4. Sameining af tvennu eða öllu þessu. Flestir eða allir munu hafa fundið fyrir kardialgi eftir að hafa farið óvarlega í mat og drykk. Venjulega er okkur ljóst að við höfum hagað okkur óskynsamlega í þess- um efnum. Það er ekki ætíð hægt að kenna um ákveðn- um tegundum matar. Oft er um að ræða magn eða samsetningu fæðunnar. Afleiðingin er væg bólga í slímhúð magans — gastritt, sem í sjálfu sér veldur

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.