Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 4
148 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ er þá gjarnan gefin syntocinonblanda með 10 einingum í hálfan lítra af 5% glucosu inn í æð og hún látin renna mun fljótar vegna þess, að nú er legið tómt og aðeins um að ræða að fá sem fyrst samdrætti og áframhaldandi og þannig að taka fyrir, að blæði eftir fæðingu fylgjunnr. Notkun hríðalyfja, á meðan barnið er að fæðast, get- ur verið varhugaverð. Eru þessi lyf þá gefin, þegar fremri öxlin er komin fram undan nárabeinamótum. Kemur þar tvennt til greina: annað að barnið sé ofsastórt og þess vegna standi á, að axlirnar fæðist, og getur það valdið legbresti, en hitt er, að samdrátturinn geti komið það seint í legið, að fylgjan fæðist ekki nógu fljótt og sam- dráttarhringur verði í leginu og haldi þannig eftir fylgj- unni, svo að klukkutímum skipti. Ef þessu fylgir ekki nein blæðing, og svo er venjulega ekki, þegar góður sam- dráttur helzt í leginu, er ekkert að óttast, og sjálfsagt er að bíða, þangað til verkun samdráttarlyfsins er liðin hjá, og getur það tekið tvo til fjóra klukkutíma. Sé aftur á móti blæðing, verður að sækja fylgjuna, og er þá stundum erfitt að koma hendinni upp í legið vegna krampasam- dráttar. Vegna þess að „dropagjöf” í æð er töluvert umfangs- mikil aðgerð, þegar alltaf þarf að fylgjast nákvæmlega með dropaf jöldanum á mínútu og konan verður að liggja í rúminu, hafa verið notaðar aðrar aðferðir, eins og þegar hefur verið getið, bæði með því að dæla í vöðva og eins með því að stinga lyfinu í grisju upp í nefið. Nú hafa lyfjaframleiðendur farið að búa til töflur með pitocin, sem síðan er hægt að láta renna í munninum, og þannig smám saman að ná árangri, þetta hefur verið nefnt „transbuccal pitocin" og hefur verið mælt með þess- um töflum sem fyrirhafnarminnstu aðferð til þess að koma af stað fæðingu. Málið er samt sem áður ekki svo einfalt. Dr. Dillon segir frá þessu í Surgial Fonnn 1958 og enn fremur

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.