Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 8
152 LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ komin og má hún þá hvorki verða of lin né of hörð, ef vel á að fara fyrir hvoru tveggja, móður og barni. Enn er einnig lítið um það vitað, hvers vegna hríðir verða óbæri- lega sársaukafullur hjá sumum komnn, en aðrar vita varla af, fyrr en barnið fæðist. Stundiun er léttasóttin sár og þreytandi, með töluvert góðum hríðum, að því er virðist, en samt miðar fæðing- unni ekkert áfram. Leghálsinn þynnist ekkert verulega, þó að sóttin hafi staðið hálfan og heilan sólarhring, og útvíkkun miðar ekkert áfram. Nú er það orðið ljóst við mælingar á samdráttum legsins með „tocodynamometer", að bylgja samdráttarins hefst í vinstra leghorninu og færist síðan jafnt yfir í hægra leghornið og niður legbolinn og niður á leghálsinn. Með hverri hríð styttist hver vöðvaþráður agnar ögn, og með því einu móti getur orðið framvinda í fæðingunni, legið opnazt og legvöðvinn síðan tæmt út innihaldið. Með „tocodynamometer' ‘ er nú hægt að lesa, hvernig sóttin er, og kemur í ljós, að sum leg eru ekki rétt sköpuð að því leyti, að hríðarnar koma ekki í réttri tímaröð og eins, að samdráttarbylgjan hefst ekki á réttum stað og hefst stundum samtímis í báðum leghornum og legbol. Sam- dráttarbylgjan flyzt ekki áfram, og árangurinn verður herpingshnýtingur legsins, og engin breyting verður á framgangi fæðingarinnar. Þetta ástand helzt stundum heilan sólarhring, og raknar svo úr því eftir góða hvíld, og fæðingin getur þá endað eðlilega. 1 öðrum tilfellum nægir ekki að hvíla konuna, hughreysta hana og gefa næringu. Auk uppgjafar hennar fer barnið að verða í hættu, og við það bætist, að aðgerðar þarf við, sem verð- ur því hættulegri, hvað viðvíkur barnsfararsótt, sem fæð- ingin dregst meir á langinn. Vonandi verður hægt að fá handhæg mælitæki, áður en langt líður, þannig að hvert sjúkrahús geti aflað sér þeirra og þannig komizt að því, hvort viðkomandi leg geti nokkurn tíma fullkomnað fæð-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.