Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 6
150 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ verið að nota lyf, sem búin eru til úr þessum frumefnum, til þess að koma af stað fæðingum. Sandoz ráðleggur að gefa partergine við sóttleysi (inertia uteri) árið 1961, og skammturinn á að vera fyrst til reynslu 5 dropar, síðan, ef það ber ekki árangur, 5-10 dropar, eftir hálfa til heila klukkustund. Til þess að framkalla fæðingu er gefinn sami reynsluskammtur og síðan 10 til 15 dropar á hálf- tíma til klukkutíma fresti, í mesta lagi þrisvar sinnum. Við höfum fengið á fæðingardeildina nokkrar konur, sem hafa fengið þess konar lyfjameðferð í heimahúsum, að því er virðist til þess að framkalla fæðingu hjá konum, sem áhtið var, að væru komnar fram yfir réttan tíma. Hjá þessum konum líða samdrættir venjulega fljótt frá, og síðan fer fæðingin seinna sjálfkrafa af stað, en eitt til- felli kom á deildina með þeim afleiðingum, að barnið var andvana, þegar það fæddist: Deildarnr. 28857/68. Para n, gravida m og 22 ára. Fyrri fæðingarnar höfðu báðar verið eðlilegar og lifandi börn, hvort tveggja um 16 merkur að þyngd. Komið til mæðraskoðunar 6 sinnum og aldrei fundizt neitt óeðlilegt við þvagrannsóknir, eins blóðþrýstingur verið 130—140/ 60—85. Síðasta skoðun var 19/4 ’63. Þann dag var henni gefið partergine, sem hún tók um kvöldið kl. 21.30, kl. 22.30 og kl. 23.30, alls þrisvar og 25 dropar í einu, meiri skammt en læknirinn hafði tiltekið, því að hún vildi vera viss um, að fæðingin færi af stað. Samdrættir kom á 2—3 mínútna fresti, en samt var stöðugur spenningur í leginu að hennar eigin sögn, enda kona, sem búin var að fæða tvisvar og þekkti vel léttasótt. Þann 20/4 kl. 3.00 kom konan á deildina, og eru nokkrar hvíldir milli hríðanna og fósturhljóð talin heyrast. Kl. 6.00 eru óreglulegir krampa- samdrættir, og legið linast aldrei eðlilega milli hríðanna, og fósturhljóð heyrast ekki. Gefið er inj. pethidine mg 100 i.m. Exploratio rectalis: legop 1—2 cm og þykkar brúnir. Aðeins næst upp í höfuð og ekki að finna spennt-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.