Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 15
L JÓ SMÆÐR ABLAÐIÐ 159 Fyrst þuklið þér innri brjósthlutana tvo og hafið hand- legginn þeim megin sem þér athugið fyrir ofan höfuðið. Þuklið þannig, að þér þrýstið flötum lófanum létt á brjóst- ið þvert á lengdarás líkamans og finnið þannig brjóstvef- inn milli fingranna og brjóstkassans. Síðan þukhð þér á sama hátt ytri helmingana tvo, en hafið þá handlegginn niður með síðunni, því að það hindrar enn frekar, að brjóstið falli til hhðar. Loks þuklið þér alla fjóra hluta brjóstsins milli þum- alfingurs og hinna fjögurra fingra handarinnar, fyrst liggjandi, en síðan uppréttar til enn frekara öryggis. Finnið þér við þessa athugun eitthvað athugavert, t.d. fyrirferðaraukningu í brjóstinu, eigið þér að leita læknis. I flestum tilfehum er um góðkynja breytingar að ræða, en eigi að síður skulið þér ekki fresta því að vitja læknis. Reynist þetta við læknisrannsókn góðkynja breytingar, vitið þér, að ekkert er að óttast, en finnið þér síðar nýj- ar breytingar, skuluð þér leita læknis aftur. Ahar konur, sem orðnar eru þrítugar, ættu að fram- kvæma framangreinda sjálfsathugun, einu sinni í mánuði og er heppilegasti tíminn fljótlega eftir blæðingar. Konur, sem hættar eru að hafa á klæðum, geta miðað við ákveð- inn mánaðardag. Athugunin skal gerð reglulega og af nákvæmni, en ekki oftar en einu sinni í mánuði. Tilgangur sjálfsathug- unarinnar er að veita konunni aukið öryggi. Athugun í tíma og ótíma getur aftur verkað gagnstætt. Læri konur að framkvæma shka sjálfsathugun og beiti henni reglulega, jafnframt því sem þær íhuga þetta vanda- mál af heilbrigðri skynsemi og með sjálfsaga, þá er þessi rannsóknaraðferð vissulega stórt spor í rétta átt í bar- áttunni við krabbamein í brjósti. Sigurður Sigurðsson, héraðslæknir, Siglufirði, þýddi þessar leiðbeiningar að beiðni Krabbameinsfélags Islands, sem gaf leyfi til birtingar í Ljósmæðrablaðinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.