Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 14
158 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fyrir sjúkdómsgreiningu og læknishjálp, því að batahorf- ur eru að jafnaði þeim mun betri sem sjúkdómurinn er fyrr greindur. Mörg ár eru síðan farið var inn á þessa braut i Banda- ríkjunum, og síðan 1952 hefur landssamband danskra krabbameinsfélaga beitt sér fyrir því, að konur tækju upp þessa aðferð og gefið út leiðbeiningar þar að lútandi. Það hefur verið sagt með nokknun sanni, að hendur konunnar sjálfrar og spegillinn hennar gætu verið eitt þýð- ingarmesta vopnið í baráttunni gegn krabbameini í brjósti. Reglubundin sjálfsathugun á brjóstum byggist á: 1) Að skoða brjóstin. 2) Að þukla brjóstin. 1. Standið fyrir framan spegil, naktar niður að mitti. Hafið handleggina fyrst niður með síðunum, en lyftið síð- an báðum höndum upp fyrir höfuð. Jafnframt athugið þér, hvort brjóstin eru eins að útliti og hvort þau standa jafnhátt. Brjóstin geta verið mismunandi að stærð og lögun, staðið mishátt og báðar brjóstvörturnar inndregn- ar (holubrjóst) án þess nokkuð sé að. Þér athugið, hvort nokkuð svæði á brjóstinu er inndregið, sérstaklega hvort brjóstvartan er inndregin, hvort nokkuð blæðir úr brjóst- vörtunni, hvort sár er á henni eða óeðlilegt hrúður kring- um hana. Allt þetta geta verið hættumerki og því ástæða til að leita strax til læknis. 2. Þessu næst skuluð þér þukla hvort brjóstið fyrir sig. Bezt er að gera þetta liggjandi, og á þetta einkum við séu brjóstin stór. Til þess að koma í veg fyrir að brjóstin falli til hliðar við brjóstkassann, leggið þér kodda undir herðablaðið þeim megin, sem þér athugið. Með því að hugsa sér lárétta og lóðrétta línu dregna gegnum brjóstvörtuna, er brjóstinu skipt í fjóra hluta. Hvern þessara hluta skal þukla fyrir sig. Vinstra brjóstið þuklið þér með hægri hendi og hægra brjóstið með vinstri hendi.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.