Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Qupperneq 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Qupperneq 17
LJ Ó SMÆÐR ABLAÐIÐ 161 of holdmiklir eftir þrítugt eiga miklu fremur á hættu en magrir meðbræður þeirra að deyja fyrir aldur fram úr hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, lifrar- og nýrnasjúkdóm- um og sykursýki. Það er óhollt, óþægilegt og ljótt að vera feitur. Flestir geta þó komist hjá offitu, sem betur fer og er þá fyrsta boðorðið: Borðið minna. Það getur verið nægilegt að sleppa einni máltíð á dag eða borða minna við hverja máltíð. Er þá um að gera að borða það sem ,,ekki fitar“, þ.e. mat með sem fæstum hitaeiningum eins og t.d. ávexti, grænmeti, magurt kjöt, magran fisk, mjólk og brauð. Kyrrsetumenn þarfnast nægilegrar HREYFINGAR: gönguferða, skíðaferða, sunds — helzt daglegrar leikfimi eða léttra æfinga. Byrjið tímanlega. Það er miklum mun auðveldara að halda eðlilegum lík- amsþunga en grennast. Oft eru tímamót um þrítugt og hættir mönnum þá til að þyngjast um of úr því, ef ekki er að gáð. Að vera of magur. Margir vilja vera grannir til að tolla í tízkunni. Þá vill gleymast að það er óhollt að grennast mikið á stutt- um tíma og getur verið beinlínis hættulegt. Sérstaklega á ungt fólk, sem ennþá er í vexti, að varast slíkt. Heilbrigður og fallegur líkami er hvorki magur né feit- ur heldur í eðlilegum holdum. Tölurnar sýna MEÐALÞUNGA — eðlilegan þunga miðað við hæð, og frávik 10% uppávið og niðurávið. All- ar þessar tölur teljast eðlilegur þungi. Ástæða getur verið til athugunar ef komið er út fyrir þessar tölur, en þá má hafa í huga að beinbygging — hin almenna líkamsbygg- ing hefir þar mikið að segja. Beinasmár og fíngerður líkami er venjulega léttari en þreklegri maður jafn há- vaxinn. Öruggast er að vikta sig nakinn. Ef fólk viktar

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.