Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 151 an vatnsbelg. Eftir pethidine-gjöfina varð sóttin reglu- legri, og legið linaðist milli hríða kl. 8.00, en aftur eru látlausir krampar í leginu kl. 9.45, konan óróleg og ber sig illa, enda ekkert sofið alla nóttina. Gefið er nú inj. morfi mg 20, sem ekkert slær á sóttina, og kl. 10.45 eru áfram samfelldir krampasamdrættir. Gefið phenamal cg 10, en fæðingu miðar nú hratt áfram. Kl. 12.05 fer leg- vatn í stórri gusu, er gulgrænt á lit, og samtímis er mikill rembingur, enda linnir ekki samdráttum, og kl. 12.15 fæðist andvana stúlka, í I hvirfilstöðu, en stendur þó að- eins á fremri öxlinni. Fylgjan fæðist 5 mínútum síðar, öll, en belg vantar. Legið slappast fyrst eftir fæðinguna, þó gefið sé inj. methergine 1 ml. i. m. og smáblæðir, og er því gefið í dropum í æð sol. glucosi 5% með 5 eining- rnn syntocinon í 500 ml. Eftir það hnýtir legið sig vel, og konan kemst í hvíld. Barnið vó 4800 g og lengd 55 cm. Sections diagnosis: Atelectasis pulmonum. Asphyxia in utero. Stasis organorum. Ekki er hægt að sjá annað en hægt hefði verið að forðast þetta slys, ef ekki hefði verið gefið partergine og einungis haldið sig að því gamla lögmáli að gefa aldrei secale eða nein skyld lyf til þess að framkalla fæðingu eða á fyrsta og öðru stigi fæðingar. Hverri heilbrigðri og réttskapaðri konu er það eðlilegt að ganga með og ala barn. Er það hámark sköpunarverks- ins. En eins og allt líf er háð áhættu, koma fyrir slys á þessu æviskeiði konunnar, og þannig verða til sjúkdóm- ar á meðgöngutímanum og í fæðingunni, ef allt gengur ekki eðlilega. Ein af orsökum þessara sjúkdóm er óeðlileg léttasótt. Seinustu áratugina hefur mikið verið gert að rannsókn- um á samdráttum legsins, hvaðan þeim sé stjórnað og hvernig þeir berast um legvöðvann, og mikið hefur áunn- izt í þeim efnum. Virðist greinilegt, að taugar og vöðvar legsins séu misvel gerð, til þess að léttasóttin verði full-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.