Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 5
L JÓSMÆÐRABL AÐIÐ
37
fram opnar og mikilvægar umræður, þar sem hin ýmsu
sjónarmið komu fram og mismunandi aðstaða til starfs
og viðhorf til kjaramála. Þetta var mjög mikilvægur
grundvöllur til viðmiðunar fyrir samninganefndina.
Kröfugerðin tók svo á sig skýrari mynd á fundinum á
Hallveigarstöðum, sem áður er frá sagt og hún lögð fram
fullunnin á tilsettum tíma og vottað af ráðuneytisstjór-
anum.
Þann 20. nóvember 1973 skrifaði heilbrigðis og trygg-
inganefnd neðri deildar Alþingis formanni félagsins og
fór þess á leit, að formaðurinn gæfi þinginu umsögn um
frumvarp, er fyrir þinginu lá um ráðgjöf og fræðslu varð-
andi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjó-
semiaðgerðir. Hér var um svo mikilvægt mál að ræða,
að hvorki formaðurinn né stjórnin í heild vildi taka ein-
hliða afstöðu og því tilnefndi stjórnin nefnd, er fjalla
skyldi um frumvarpið nákvæmlega í einstökum atriðum
og skila sínu áliti til stjórnarinnar. I þessari nefndu voru:
Guðbjörg Jóhannsdóttir, sem var formaður hennar, svo
og Unnur Kristjánsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Steinunn
Guðmundsdóttir, og Halldóra Ásgrímsdóttir. Stjórnin var
sammála áliti nefndarinnar og greinargerð skv. því send
af formanni félagsins.
Þá vill stjórnin þakka öllum þeim, er unnið hafa félag-
inu gagn og sóma með hinu margvíslega framlagi í félags-
störfunum og nefnir sérstaklega formann bazarnefndar
Hallfríði Alfreðsdóttur fyrir dugnað og góða frammi-
stöðu og öllum þeim, er sendu muni á bazarana. Sú sem
var í forsvari fyrir kökubazarnum var Unnur Kristjáns-
dóttir. Henni og þeim öðrum í nefndinni færum við þakkir
fyrir störfin. Einnig viljum við þakka samninganefndinni
allri, en Auðbjörgu Hannesdóttur sérstaklega fyrir þá
vinnu, er hún lagði fram í samninganefnd BSRB.
Allt félagsstarf byggist á vinnu og trú á mátt félags-
hyggjunnar og árangurinn er að sjálfsogðu í samræmi