Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 Undirbúningsnefnd svissneska ljósmæðrafélagsins mun sjá um margvísleg atriði til skemmtunar og afþreyingar, en að venju verður haldið lokahóf (,,banquet“), sem hver þátttakandi greiðir fyrir, og tilkynnt verður nánar um síðar. Skrásetningargjald þátttakenda á þinginu hefur verið ákveðið þannig: Fyrir meðlimi Alþjóðasambandsins, sem skrá sig fyrir 15. marz 1975; Sv. fr. 150,00, sem á núv. gengi er 6.270,00 ísl. kr. Fyrir meðlimi, sem skrá sig eftir 15. marz; Sv. fr. 170,00, sem jafngilda 7.106,00 ísl. kr. Eins og fram kemur, þá er mikill áhugi fyrir því að sem flestar ljósmæður frá hverju aðildarlandi sæki mótið. Hér er um félagslega mikilvægan þátt að ræða, sem ekki varð- ar aðeins ljósmæður, það skýrist í kjörorði þingsins, sem er: Ljósmóðirin og fjölskyldan í heiminum í dag. Því vil ég sérstaklega hvetja hverja ykkar sem hugs- anlega gæti komið því við og hefði áhuga, að hafa sam- band við mig í síma 33172, eða við Katrínu Hall, Flóka- götu 11, í síma 21017, en henni hefur verið falið að kynna sér kostnað og möguleika til hópferðar, ef grundvöllur reyndist til svo góðrar þátttöku. Enn er ekki ljóst hver heildarkostnaður verður, en án efa mun ferðin verða bæði fróðleg og skemmtileg. Með það í huga bið ég ykkur að kanna möguleika ykkar sem fyrst, og tilkynna okkur ósk um þátttöku, svo við getum sent umsóknir í tæka tíð. Að því búnu fáum við send skrásetningareyðublöð frá Lausanne og starfsskrá þingsins, og munum við sjá um að koma því til ykkar. Með bestu félagskveðju Steinunn Finnbogadóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.