Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 20

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 20
52 LJÓSMÆÐRABL AÐIÐ falið er um stundarsakir að gegna nágrannaumdæmi, beri að greiða fyrir það byrjunarlaun þess umdæmis. Við nán- ari athugun ætti að vera ljóst, að óeðlilegt er að greiða viðbótarstarfið lægra verði en aðalstarfið enda mun það ekki tíðkast. Eðlilegast er, að félagsins mati, að sú ljósmóðir er sýnir þann þegnskap að taka að sér annað umdæmi — oft við erfiðar aðstæður — fái þau laun er henni ber samkvæmt eigin starfsaldri í sínu umdæmi. Um leið og Ljósmæðrafélag fslands vill á ný þakka fram konrið frumvarp, vill það láta í ljós óskir sínar um að senn komi ný ljósmæðralög, ný löggjöf um Ljósmæðraskóla fs- lands og breytingar á lífeyrisréttindum ljósmæðra. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Ljósmæðrafél. íslands, Steinunn Finnbogadóttir, formaður. Gömul munnmœli Það hefur aldrei verið álitið númer núll að verða móðir, og hafa því ýmsar sagnir myndast viðvikjandi því ástandi konunnar og um fæðinguna og barnið, þó flest af því hafi við lítið að styðjast. Hér eru nokkur munnmæli, tekin úr IV. árg. Ljósmæðrablaðsins 1. tbl. 1926. Ef konan drekkur heita drykki, verður barnið hárlaust. Hafi hún brjóstsviða um meðgöngutímann, gengur hún með langhærðan dreng. Ef hún klippir hár sitt um meðgöngutímann, á barnið að verða sólgið í að borða rusl, t.d. ösku, kol, mold. Ef hún borðar ýsuroð, á barnið að fá óslétta húð. Ef hún gengur undir stag (þvottasnúru), eða inn í ný-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.