Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Qupperneq 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
57
ur. Margrét Leifsdóttir spurði hvort þessi gjaldskrá gilti
aðeins fyrir fæðingar í heimahúsum, og hvernig málum
væri háttað með umönnun sængurkvenna á sjúkraskýlum.
Formaður svaraði að allar héraðsljósmæður fengu laun
sín eftir gjaldskránni, ella væri um sérsamninga að ræða.
Elín Sigurðardóttir lýsti ánægju yfir gjaldskránni, en
taldi að vatntaði gjaldskrá fyrir önnur störf, eins og
brjóstahjálp, ungbarnaeftirlit og ferðir með fæðandi kon-
ur á sjúkraskýli eða heilsugæzlustöðvar. Ása Marinós-
dóttir gerði athugasemd um að í mörg ár hefði fæðingar-
styrkur fyrir konur er fæddu í heimahúsum ekkert hækk-
að, og taldi að á meðan svo væri gætu ljósmæður varla
hækkað sína þjónustu við þær. Þórhalla Gísladóttir bað
um orðið. Sagði að reglugerð um skipan umdæma væri
orðin úrelt. Eins og til dæmis það, að ljósmóðir fengi að-
eins full laun fyrir hérað sem hún væri skipuð í, en hvað
sem hún sinnti mörgum héruðum að auki, væri aldrei
greidd þar nema byrjunarlaun.
Formaður svaraði, að talað hefði verið fyrir þessu máli
frá félagsins hálfu, en ekki væri alltaf auðvelt að koma
málum fram. Sagði að umdæmi á landinu væru um 200,
en aðeins væri setið í 90, en þessi þáttur mundi koma inn
í með lögum um heilsugæzlustöðvar, sem verið væri að
vinna að. Einnig svaraði formaður fyrirspurn um
greiðslu fyrir aukastörf ljósmæðra; taldi að eðlilegt væri
að aukastörf væru metin eftir tímakaupi ljósmæðra, svo
og að ljósmæður fengju greiðslu sína fyrir fæðingar í
heimahúsum beint frá Tryggingastofnun ríkisins, og væru
útbúin þar tilsvarandi eyðublöð.
Sigurborg Einarsdóttir spurðist fyrir um hvort ekki
væri grundvöllur fyrir því, að ljósmæður fengju mánaðar-
laun, því að þær væru jafnbundnar, hvort sem væru 100
eða 2000 manns í héraðinu. Nokkrar fleiri tóku til máls
og ræddu fram og aftur um málin, en engar ákvarðanir
voru teknar. Formaður lýsti ánægju sinni yfir umræðum