Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Qupperneq 26
58
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
og áhuga á þessum fjölmörgu þáttum sem ljósmæðra-
stéttin þyrfti að vinna að, og hvað það vilja sinn og
stjórnarinnar að gera sitt ýtrasta til úrbóta.
VIII. Lífeyrissjóður Ijósmœðra:
Formaður tók til máls, byrjaði á að lesa bréf, sem
stjórnin sendi fjármálaráðherra og heilbrigðisráðuneytinu
og formanni BSRB, þar sem fjallað er um að lög um líf-
eyrissjóð ljósmæðra frá 11. júní 1938 verði felld úr gildi,
en í stað þeirra verði felld inn í lög um Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins ákvæði, sem tryggja héraðsljósmæðrum
sömu réttindi og öðrum starfsmönnum ríkisins.
Guðbjörg Kristinsdóttir spurði hvernig væri með þær
ljósmæður, sem hættu starfi fyrr en aldur segði til um,
og hvernig þeirra lífeyrisréttindum væri fyrir komið. For-
maður sagði, að Lífeyrissjóður héraðsljósmæðra mætti
heita því næst sem enginn, því greiðslur úr honum væru
svo lágar, að fyrir þær sem hættar væru störfum kæmu
þær að litlu sem engu gagni. og laun héraðsljósmæðra
hefðu allan tímann verið mjög lág. Ása Marinósdóttir
kom með þá uppástungu að fela formanni og stjórn fram-
kvæmd þessa máls.
Hulda Jensdóttir þakkaði formanni mjög vel unnin
störf í þessu máli. Samþykktu síðan fundarkonur að fela
stjórninni þetta mál til afgreiðslu.
IX. Nám oy endurhæfing Ijósmæ'ðra:
Formaður las bréf, sem stjórn félagsins sendi heil-
brigðismálaráðherra, dags. 15. apríl 1974. Bréfið er sér-
prentað í 1. tbl. Ljósmæðrablaðsins 1974.
Svarbréf hefur komið frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar
kemur fram, að skipuð hefur verið nefnd til að vinna að
þessum málum. I nefndina eru skipaðar: Ingibjörg Magn-
úsdóttir, deildarstjóri, Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir,
og einn nemandi úr Ljósmæðraskóla Islands. Undrun ljós-