Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Qupperneq 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Qupperneq 5
Um mælí og vog á íslandi. Erindi flutt á fundi V. F í. 21. janúar 1925 af forstöðumanni Þorkeli Þorkelssyni, cand. mag. pegar menn fyr á öldurn vildu gera öðrum skiljan- iegar stærðir hluta, þá miðuðu þeir þær við þekta hluti, annaðhvort við líkamshluta mannsins, eða við alkunna hluti úr daglegu lífi. Nákvæmt var þetta ekki, en menn gerðu heldur ekki miklar kröfur í þá átt. Viðskifti manna voru þá miklu minni en nú; flestir bjuggu að sínu og skaðinn var þá ekki svo mi'kill, þótt það væri eigi svo nákvæmlega úti látið, er þeir fengu frá öðrum. En er menn eignuðust dýra málma, gull og silf- ur, og notuðu þá í viðskiftum, þá sáu þeir skjótt, að ónákvæmnin gat komið sjer illa. Fyrst notuðu menn grjón og baunir og aðra jarðarávexti til þess að vega á móti gullinu, en þessir jarðarávextir gátu verið misjafnlega þungir, þótt sömu tegundar væru. Á þessu var sú bót ráðin, að menn bjuggu til met (vogarlóð) úr málmi; þau hjeldu sama þunga nokk- urn veginn óbreyttum um langan aldur. Eins fór það á öðrum sviðum mælinganna. Með meiri menningu sáu menn, að betra var að nota sjerstök mælitæki, tilbúin úr góðu og hentugu efni, heldur en mæla lengdir á sjálfum sjer og rúmtak með búsílátum. Ennþá eru samt oft notaðir hinir náttúrlegu mæli- kvarðar, en svo vil jeg nefna þær mælistærðir, sem miðaðar eru við hluti, sem þektir eru úr daglegu lífi, án þess nokkuð sje gert við þessa hluti til að gera þá betur fallna til að vera mælieiningar eða mælikvarða. í daglegu tali miðum vjer til dæmis að taka vega- lengdir oft við dagleiðir, þótt dagleið geti verið frá 30 upp í 100 km., alt eftir því, hver ferðast og hvern- ig færð og fararskjóti er. Minni munur tiltölulega er á mannhæð, spönn og fingurhæð sem lengdannál- um og þó getur hann orðið allmikill. Læknar nota ennþá matspæni og teskeiðar sem rúmmál, þau eru handhæg að því leyti, að flestir eiga þessi áhöld til, en rúmstærðirnar, sem þannig eru mældar, eiga ekki saman nema að nafninu til. þegar Island var numið, munu landnámsmenn yfirleitt hafa notað hina náttúrlegu mælikvarða nema við vog á gulli og silfri. Af vogaráhöldum, sem fundist hafa í jörðu á Norðurlöndum má sjá, að löngu áður en Island fanst notuðu menn á Norður- löndum met úr blýi og messing og metaskálar til þess að ákvarða þyngd dýrra málma. Próf. A. Brög- ger hyggur, að áhöld þessi sjeu komin frá rómverks- um þjóðum, og nöfnin pund og pundari, sem þekt voru á landnámstíð, eru dregin af latneska orðinu pondus. Brögger heldur einnig, að orðið eyrir (aur- ar) sje komið úr latnesku máli af aureus (solidus), en svo nefndist gullpeningur rómverskur. En hjá oss var eyrir bæði verð og þyngdarmál. Hinsvegar notuðu landnámsmenn náttúrlega mæli- kvarða sem lengdamiál. þannig helgaði þormóður þjóstarson Örn frá Vælugerði, þvi að hann skaut skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í ör- skotshelgd hans. Örskotslengdin fór því eftir því, hve góður bogmaður skaut, en síðar varð örskotshelgin 2 hundruð faðma tólfræð. í Grágás er talað um menn, er liafi gildar álnar og faðma, ennfremur þumlung meðalmanni í nagls- rótum; það var sú lengd, sem var á við breidd þumal- fingurs í naglsrótum á meðalmanni. Af þessum dæmum er auðsjeð að lengdarmálin lengi vel voru náttúrlegir mælikvarðar. Vafasamara er um mál á rúmstærðum. Ef landnámsmenn hafa þekt rúmmálið „mælir“, er sennilegt, að það hafi verið mælitæki, sem beinlínis hafi verið gert til þess að mæla í því korn og fleira. En annars mun þessi mælir hafa verið norskur og þaðan kominn hingað. En hjer var einniig mælt í öskum og skjólum, og það virðast hafa verið náttúrleg mál framan af. Síðar var ákveðið, hvað þessi rúmmál skvldu vera stói1 og var það miðað við lengdannál. Aðferðin er alleinkennileg og gefur nokkra hug- mynd um, hvernig fornmenn björguðu sjer út úr rúmmálsreikningi, jeg tek því hjer upp, hvað lögin segja um þetta. „þat er katlamálsskjóla, er trje er sett á lögg og tekur öðrum megin á þröm 12 þumlunga meðal- manni í naglsrótum“. Jeg vil kalla lengd skátrjesins s (það er 12 þumlungar) og þvermál skjólunnar að innan d en hæð h og hlutfall milli hæðar og þver- máls k, þá er h = kd og S2 = h* 4- d2 = d2 (1 + k2), en rúmtakið j hd* = j kd3 = 71 4 4 ks:i 4 V'i 1 + k2)* þegar gert er ráð fyrir að skjólan sje jafn víð að ofan og neðan. þótt skátrjeð (s) breyti eigi lengd sinni, breytist i

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.