Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 6
2
T I M A R I T V. F. í. 1925.
sarat rúmtakið (r), er hlutfallið (k) milli hæðar og
þvermáls breytist. Mest verður rúmtakið, er k =
Vll2 það er að segja, er '~æðin er nálega 6/7 úr þver-
málinu. En þó að hlutfallið verði allmiklu meira eða
minna en B/7, er rúmmálsbreytingin tiltölulega litil.
Verði t. d. k = 1, það er hæð jöfn þvermáli, þá
minkar rúmtakið aðeins um 8,2°/0. Katlamálsskjol-
urnar gátu því orðið nokkurn veginn jafn stórar, þótt
ekkert væri ákveðið um hlutfallið milli hæðar og
þvermáls, ef aðeins línan frá lögg á þröm var jafn
löng í þeim öllum.
Björn M. Ólsen hefir bent á það, að landnámsmenn
sem flestir voru víkingar, hafi flutt með sjer til
landsins mikil auðæfi í gulli og silfri, og gull og
silfur hafi verið aðalgjaldeyrir landsmanna á fyrstu
árum íslandsbygðar. En ýmsar nauðsynjar þurftu
menn að kaupa frá útlöndum og þótt gjaldeyririnn
hafi í öndverðu verið mikill, þá hefði þar komið, að
hörgull yrði á honum, ef eigi hefði verið hægt að
flytja út neitt af innlendri framleiðslu.
Eins og flest nýbygð lönd var ísland framan af
ágætlega vel fallið til kvikfjárræktar, en ekki nema
lítið af afurðunum gat á þeim tímum orðið útflutn-
ingsvara því skipakosturinn var lítill, og aðeins það,
sem var tiltölulega verðmætt í hlutfalli við rúmtak-
ið, gat komið til greina sem útflutningvara. þannig
atvikaðist það svo, að menn lögðu stund á ullar-
iðnað í sambandi við sauðfjárræktina og vaðmálin
urðu aðalverslunarvaran, sem íslendingar sendu til
útlanda.
það gefur að skilja, að nú dugði ekki lengur, að
hver mæidi vaðmálin á handlegg sjer, menn urðu að
hafa kvarða til þess að mæla vaðmálin. En ef hver
bjó sjer til kvarða eftir sínu höfði, þá var það iitiu
betra. það varð nauðsynlegt að fá lagaákvæði um
kvarða. Menn vita ekki hve nær hin elstu ákvæði um
þetta voru sett, en efalaust var það fyrir 1170, því
að á því ári eða skömmu þar á eftir stefnir Sveinn
Sturlusonþórhalli í Hólmlátri „um það.að hann hefði
tvo pundara og hefði á hinn meira keypt en á hinn
minna selt og væri hvorttveggi rangur og ljet varða
fjörbaugsgarð. Hann stefndi enn um það, að hann
hefði álnar rangar og ljet varða fjörbaugsgarð, og
jafnan sex merkur". Varla hefði Sveinn getað stefnt
þórhalli um ranga pundara og álnir, ef engin laga-
ákvæði um það hefðu til verið.
En um 1200 mun þessum ákvæðum hafa verið
breytt að einhverju leyti, og þau gerð strangari og
nákvæmari, og er því lýst í sögu Páls biskups á
þessa leið: „Á dögum Páls biskups, þá er Gissur
Hallsson hafði lögsögu, þá gekk mest af sjer rang-
læti manna um álnir, bæði útlendra og íslenskra
manna, að eigi þótti svo lengur vera mega. Gaf það
ráð til Páll biskup, að menn skyldi hafa stikur þær,
er væri tveggja álna að lengd. Styrkti þá aðrir höfð-
ingjar með biskupi, Gissur og synir hans, þorvald-
ur og Halldór og Magnús það mál, einnig bróðir hans
Sæmundur, er þá var göfgastur maður á öllu Is-
landi, og allir höfðingjar, og voru þá lög á lagið eft-
ir því sem ávalt hefir haldist síðan“.
þau laganýmæli sem hjer segir, að Páll biskup hafi
íengið í lög leidd, ætla menn að hafi verið eftirfar-
andi lagagreinar, en þó mun sumt í þeim vera eldra:
„Menn skulu mæla vaðmál og ljereft og klæði öll
með stikum þeim, er jafnlangar sjeu tíu, sem kvarði
tvítugur sá er merktur var á kirkjuvegg á þingvelli.
Rjett er að draga kvarða við vaðmál og við ljer-
eft 10 álna löng eða lengri og skal að hrygg mæla
en eigi að jaðri. Eigi skulu álnir ganga aðrar en þess-
ar. Ef menn hafa stikur rangar eða kvarða rangan
svo að muni öln í 20 álnum eða meir, þeim er þeir
mæla og varðar það fjörbaugsgarð. það er mælt, að
að graftarkirkju hverri skuli merkja stiku lengd þá,
er rjett sje að hafa til álnamáls og megi menn þar
til ganga, ef á skilur um álnir“.
Af þeim ákvæðum, sem í þessum lagagreinum fel-
ast, vil jeg sjerstaklega benda á, að hjer er fyrir-
skipað að mæla með stikum, sem sjeu tveggja álna
langar. Sumir hafa skilið þetta svo, að hjer sje ver-
ið að lögleiða nýja mælieining, sem nefnast skuli
stika, en ölnin (alinin) eigi að leggjast niður. Jeg
held þó, að ekki eigi að skilja þetta svo, heldur sje
með þessu sagt, að hjer eftir skuli notaðar mæli-
stengur (stikur) til þess að mæla eða stika vaðmál,
klæði og ljereft, en eigi mæla það á handlegg sjer,
og það hefir þótt heppilegast, að þessar stikur skyldu
vera tveggja álna langar, sennilega meðfram fyrir
þá sök, að til hafa verið þá í landinu álnar langar
stikur, sem hætt var við að væru rangar.
þá var það stórmerkilegt í þessum lagagreinum,
að þá var fundin sú leið til viðhalds rjettu lengdar-
máli að hafa markaðan 20 álna langan kvarða á
þingvöllum, sem allir kvarðar og stikur skyldu mæl-
ast við. þessi lögkvarði var geymdur á svo öruggum
stað sem þá var hægt að hugsa sjer, því að kirkjan
og kirkjuveggirnir voru friðhelgir. það mátti því
búast við, að álnamálið hjeldist óbreytt um langan
aldur.
það er eitt aðalundirstöðuatriði við allan mæli,
að hafa lögkvarða, sem ekki raskast ár frá ári. Um
eða fyrir 1200 sáu Islendingar þýðingu þess og munu
í því hafa verið á undan mörgum nágranna þjóðun-
um. það er nokkuð meiri festa í álnamálinu, þegar
fyrirmyndin er mörkuð á kirkjuvegginn, en bar sem
handleggur konungsins er lögkvarði, svo sem var í
sumum löndum. það er hæpið að eiga undir því, að
allir konungar hafi jafnlanga handleggi.
Einkennilegt er það og eftirtektarvert, að hinum
fornu íslendingum hefir eigi þótt ástæða til að búa
jafnvel um þyngdarmálið sem lengdarmálið. Um lög-