Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 8
4
T í M A R I T V. F. I. 1925.
ið getið um, eða þá að þeir hafi á þessu Alþingi kom-
ið sjer saman um stiku, sem nota skyldi, og því
nefnt hana þingmælta.
Ekki hefir samningurinn sumarið 1527 orðið að
miklu liði, að minsta kosti ekki til frambúðar. I kaup-
setningum frá fyrri hluta 16. aldar er það ítrekað að
„hafa rjetta vog, rjetta stiku, og rjettan mæli, svo
að 2 hundruð marka, rjett mæltra, sje í tUnnu
hverri“. Og í deilunni milli Otta Stígssonar höfuðs-
manns og Hamborgara ber hann þeim á brýn, að
þeir hafi á Vesturlandi vegið sinn fisk með stórum
lóðum og íslendingar megi eigi með sínum eigin lóð-
um vega, er þeir kaupi við þá, og svo flytji þeir inn
í ísland litla áttunga, kvartjel og tunnur.
Deilum þessum var stefnt til Alþingis 1545 og þar
var dæmt: „í annari grein um vigt og gilding á
skreið dæmdum vjer, að engin vigt skyldi vera milli
útlenskra og íslenskra, heldur skyldi hún með öllu
aftakast um landið alt“. Svo sem af þessu má sjá
vilja landsmenn ekkert eiga undir vigt hinna út-
lendu kaupmanna, og treysta sjer auðsjáanlega eigi
til að halda uppi rjettri vog í landinu.þess vegna fara
þeir þá leið, að hafa gildingu á fiskinum, í stað þess
að vega hann, það er, salan fer eftir tölu fiskanna,
þegar frá hafa verið teknii' allir ógildir fiskar, bein-
megringar o. s. frv. og svo úrvals fiskar.
Klögumálin halda samt áfram og þegar verslunar-
leyfi útlendra kaupmanna er aftekið, er röng mæl-
ing ein sökin, sem þeim er gefin.
þegar einokunin komst á 20. apríl 1602 var boðið
að alin, vog og mælir íslenskur skyldi haldast sem
að fornu og áttu lögmenn og lögrjettumenn að prófa
tækin, ef ágreiningur varð. En danskir kaupmenn
reyndust ekki betri en hinir þýsku. 1614 komst það
upp um einn þeirra, að hann hefði tekið staf úr
hverri tunnu, en mjöl og fleira var selt þá í tunnum,
svo að kaupmaður gat með því að minka tunnurnar
haft eigi svo lítið fje af landsmönnun].
það var töluvert oft á einokunartímanum, að
kaupmenn urðu uppvísir að því að nota rangan
mæli og vog, en það verður eigi hjer rakið frekar;
enda er hægt að lesa nánar um það í bók Jóns Að-
ils: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602—1787.
Yfirvöldin, bæði íslensk og dönsk, reyna að koma
í veg fyrir þessi rangindi með mæli og vog og helsti
árangurinn af þessum tilraunum verður sá, að dönsk
mæling er smámsaman innleidd. í kaupsetningunni
frá 1619 var mjeltunnan 12*/> lísipund eða 20 fjórð-
ungar, en lagartunnan 120 pottar Kaupmannahafn-
ar mál, og Ijensmaðurinn á Bessastöðum átti að
hafa pundara og reislu, sem væri borin saman við og
rjettuð eftir Kaupmannahafnar vog. Hjá honum áttu
menn að fá rjetta vog en aðrar eldri reislur og pund-
arar að aftakast með öllu, nema það sje hægt að lag-
færa þá eftir þessum. Með þessum ákvæðum er vit-
anlega innleidd dönsk mæling á rúmi og þunga. Hið
sama kemur í ljós í kaupsetningunni frá 1702, því
samkvæmt henni áttu rúmmál og vog að fara eftir
tilskipuninni dömsku frá 5. apríl 1698. Ennþá er ís-
lenska alinin samt hið löglega lengdarmál ;• að minsta
kosti í orði kveðnu, en eftir lýsingu Jóns Grunnvík-
ings að dæma, notuðu kaupmenn hana einkum, ef þeir
sáu sjer hag í því.
í svari við aðfinslum Jóns biskups Árnasonar,
hvernig hann leggi út orðið alin skrifar hann (20.
júní 1741) um einokunarkaupmennina: „Alt hvað
þeir mæla sjer inn, mæla þeir með danskri alin, en
alt hvað þeir mæla íslenskum út með íslenskri alin“.
„Rationen hafa þeir þar fyrir, að þeir segjast kaupa
inn með Iiamborgar eða þýskri alin, og verði því að
mæla út með sömu, en það þeir mæli sjer inn skipi
forordningin vera skuli með sellandskri alin, sem
sokka lengd og annað“. Islensk alin var þá jöfn Ilam-
borgaralin, en var styttri en dönsk (sellönsk) alin.
það virðist eftir þessu eigi ástæðulaust, að landsmenn
tortrygðu stikur kaupmanna, því að þær voru eigi
stimplaðar.
Árið 1761 voru sendar liingað frá Kaupmannahöfn
tvær stikur, önnur úr járni en hin úr trje og á þæi'
stimplað „íslandsk alen paa 21!,/n danske Tom-
mer“ og með þeim átti að löggilda íslensku alinina.
En þetta stoðaði lítið. Með kaupstefnunni 1776
var því fyrirskipað að fara að öllu leyti eftir dönsku
tilskipuninni frá 1698 um mæli og vog.
Með tilskipun frá 18. júní 1784 um mál og vigt var
lögformlega komið hjer á dönskum mæli á öllum
sviðum. Samkvæmt þeirri tilskipun áttu sýslumenn
að hafa nauðsynlegustu tegundir af lögmerktum
mæli og vigt svo sem kornskeppu, heilan og hálfan
kút, pott og merkur mæli og heilan og hálfan pela,
alla saman af tini; járnkvarða og tveggja lýsipunda
reislu. Tæki þessi átti að nota til að útkljá misklíð
um mál og vigt og eftir þessum mælum máttu sýslu-
menn lögmerkja skeppu, heilan og hálfan kút o. s.
frv. og líka álnakvarða, sem landsmenn kunna að
þurfa til að mæla eftir í heimahúsum en ekki reislu-
vigt, ekki heldur nokkurn mæli, hvorki til brúkunar
við kauphöndlunina eða fyrir sig sjálfa, sem aðal-
mæli, þar eð allur slíkur mælir á að útvegast frá
Kaupmannahafnar Justerkammeri.
Með þessari tilskipan er sýslumönnum veitt vald
til þess að löggilda mæltæki til heimilisnotkunar, en
öll mælitæki og vogaráhöld, sem nota átti við versl-
anir skyldu löggildast af Justerkammeri, sem heyrði
undir staðarvaldið (Magistraten) í Kaupmanna-
höfn. þessi tilskipun hjelst að þessu leyti óhögguð
þangað til lög frá 14. nóv. 1917 öðluðust gildi 1. jan-
úar 1919. Á seinni árum hefir þó stundum bólað á
í*
-i
4
j