Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1925, Blaðsíða 10
(3
T í M A R I T V. F. í. 1925.
er daglega voru notuð, saman við nákvæmu mess-
ingmetin, sem getið var um áður, og svo einstaka
sinnum endranær, þá er vega þurfti nákvæmlega.
Við eftirlit mælitækja hjá verslunum, voru not-
aðar 2 vogir; önnur var metaskálar fyrir 5—20 g.
og hin reisluvog fyrir 50 g. til 20 kg. Vogum þess-
um er svo háttað, að unt er að setja þær í lítinn
kassa, sem bera má í hendinni, þá er farið er húsa
í milli. Með góðri hirðingu og gætilegri meðferð,
haldast þessar vogir nægilega nákvæmar og áreið-
anlegar um nokkur ár. þó þarf að prófa þær árlega.
Við prófun til löggildingar á verslunarvogum voru
höfð 20 kg. járnmet. það hefir reynst nægilegt, að
leiðrjetta þau einu sinni á ári, enda hefir verið reynt
að fara svo vel með þau sem unt er, og fyrirbyggja
algerlega, að þau næðu að ryðga.
Auk messingmetrans, sem áður var getið um,
hefir verið notaður annar kvarði við löggildingu á
stofunni og samanleggjanlegir kvarðar úr messing
á eftirlitsferðum. Auðvitað voru þessir kvarðar
bornir saman við messingmetrann. Mælikeröld úr
tini með glerplötu til að draga yfir, hafa verið not-
uð við löggildingu og prófun mælikeralda upp í 5
h'tra stærð. Stærri keröld hafa verið vegin tóm og
full af vatni.
þau 6 ár, sem löggildingarstofan starfaði, hafa
þessi próftæki reynst nægileg, en æskilegt hefði ver-
ið að bæta við fullkomnari próftækjum við mælingu
á lengd og rúmi, ef stofunni hefði verið ætlað að
starfa til langframa; en með lögum frá 4. júní 1924
var ákveðið að leggja stofuna niður og fela lögreglu-
stjórunum í Reykjavík, ísafirði, Akureyri, Seyðis-
firði og Vestmannaeyjum löggildinguna framvegis,
en eftirlitið lagt í hendur hreppstjóra og lögreglu-
stjóra.
Af eftirfarandi töflu má sjá, hve mörg tæki hafa
verið löggilt af hverri tegund á umliðnum 6 árum.
Vogir Met Kvarðar Mælikeröld
1919 256 1996 85 1
1920 663 3757 165 194
1921 545 3357 62 121
1922 364 3119 60 166
1923 183 1902 48 123
1924 119 1526 81 168
Alls 2130 15657 501 773
Svo að segja ekkert af vogum var löggilt er lög-
gildingarstofan hóf starf sitt, það er því eigi nema
eðlilegt að flestar vogir sjeu löggiltar árin 1920 og
1921. þessi tvö ár eru einnig flest met löggilt og
mun það að sumu leyti af því stafa, að ennþá voru
mörg punda- og kvintalóð notuð við verslanir.
Við eftirlit löggildingarstofunnar voru mörg af
þessum metum lögð niður, og ný fengin í þeirra
stað, en meðfram kemur þetta til af því, að við versl-
anir mun þeirri reglu hafa verið fylgt alment að
nota metin meðan hægt var að sjá, að þau hefðu
einhverntíma verið vogarlóð. Mjög mörg af þeim
metum sem verslanir notuðu, reyndust við fyrsta
eftirlit of ljett og varð þá að leggja þau niður eða
fá þau lagfærð og löggilt að nýju. I tölu löggiltra
meta hjer að framan eru einnig talin þau met, sem
voru lagfærð á löggildingarstofunni og endurlöggilt.
Til þess að gefa nokkra hugmynd um hvernig
mælitæki og vogaráhöld verslananna reyndust, set
jeg hjer nokkrar tölur, sem tilgreina, hve mikið af
tækjunum var ónothæft.
Járn- Kopar- Kvarð- Mæli-
met met ar keröld
Við 1. eftirlit 1919-1921 63°/0 26°/0 48°/0 68°/0
Við 2. eftirl. í Rvk 1922 zo o o 9°/0 19°/0 13°/0
Við 2. eftirlit 1924 44°/0 18°/0 33°/0 35%
Púnda- og kvintalóð eru talin með ónothæfum met-
um við 2. eftirlit 1924, en hefðu pundalóðin eigi ver-
ið talin með, þá hefðu ónothæf járnmet orðið 39%.
Að öðru leyti munu tölur þessar nokkurn vegin sam-
bærilegar. Mælikeröldin eru samt svo fá, að þær töl-
ur eru allóvissar.
Af þessu yfirliti sjest, að ónothæf mælitæki eru
miklu færri að tiltölu við annað eftirlit en við hið
fyrsta. þó er. þetta að mun lakara við eftirlitið á
Norður- og Austurlandi sumarið 1924 en í Reykja-
vík 1922. Orsakir þessa munu vera einkum þær, að
fjögur ár liðu milli fyrsta og annars eftirlits á miklu
af því svæði, sem eftirlitsmaður fór yfir sumarið
1924 og þess vegna fleiri mælitæki gengin úr sjer,
og í öðru lagi sú, að þegar það varð kunnugt að
leggja ætti niður löggildingarstofuna og hætta hinu
verklega eftirliti, þá hirtu verslunarmenn minna um
það, að kasta burtu eða láta lagfæra og löggilda þau
tæki, sem hið fyrra eftirlit hafði sýnt, að óhæf væru.
í áðurnefndu yfirliti yfir ónothæf mælitæki eru
eigi talin lifrarmál og síldarmál, sem einkum voru
prófuð sumarið 1924 og flest reyndust ónothæf.
Sömuleiðis eru vogir eigi teknar með vegna þess að
fyrir árið 1919 voru hart nær allar vogir ólöggiltar,
svo að samanburðurinn hefði orðið ærið villandi.
Við eftirlitið 1924 voru af desímalvogum 26%
ónothæf, af borðvogum 34%, en af metaskálum ekk-
ert; en þær voru fáar, því að þær eru óvíða notaðar.
I tilskipun um mælitæki og vogaráhöld eru settar
reglur um það, hver skilyrði sjeu fyrir því, að tæki
sjeu nothæf, en auðvitað getur verið mikill munur
á tveim ónothæfum mælitækjum. Sjaldnast var það
skráð, hve miklar skekkjur og aðrir gallar voru á
þeim mælitækjum, sem dæmd voru eigi hæf til not-
kunar lengur nema með viðgerð, því að það hefði