Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 10
26 FfLEYR. lögum að landssjóður leggur lionum 100 þús. br í stofnfé, er aldrei má skerða. Ennfremur 6000 kr. árlegt tillag og xj3 sektarfjár fyrir ó- löglegar veiðar í landhelgi og jafnan hluta af öetto-andvirði upptækra veiðarfæra og afla, er i laudssjóð renna. Að líkindum má treysta þvi, að sjóður þessi vaxi til muna. Þá má og nefna, að á þinginu færðist fjárveitingin til Búnfél. ísl. upp í 92000 kr. Eiskiveiðasjóð- urinn, Ræktunarsjóðurinn og landssjóðstillag- ið til Búnfél. Isl., miðar alt að hinu sama, sem sé því, að draga íjárráð þingsins yfir í hend- ur annara. ÍPótt enn sé hér eigi að ræða nema um vel 300 þús. kr. stofnfé og veltufé, þá er sennilegt, ef lögin fá að standa óbreytt, og sömu stefnu fylgt sem nú, að þeir, sem ungir eru, fái að sjá tölur þessar komnar nokk- uð á aðra milljón króna. JÞetta getur verið heppilegt, ef ætíð eru góðir og hyggnir fjármálamenn við landsstjórn og í stjórn þeirra félaga, er yfir fénu ráða. En ýmsir álitu eigi rétt að byggja á þvíi eins og sézt á umræðum og atkvæðagreiðslu á þingi við nefnd lög og fjárveitingar. A nýbyrjuðu fjárhagstímabili er áætlað að tekjur landssjóðs verði 2,040,410 kr. Um helmingur af þessari upphæð er fyrirskipaður með lögum til útgjalda, eða bundinn svo föst- um skorðum, að trauðlega er hægt að breyta. Af hinum helmingnum er meiri hlutinn svo fast bundinn og sjálfsagður, að úr þeim tölum verður eigi með skynsemi eða réttsýni dregið. Ejárráð Alþingis eru þá i raun og veru sára- lítil, og viðsjált er að draga enn mikið úr þeim áhrifum, er þingið getur haft á fjármál landsins, án þess þó að beita löggjafarvaldi sínu til að breyta nefndum lögum, eða þá synj- unarvaldi í fjármálum. Hr. Q-. Gr. fer mörgum orðum um það, hve alt sé vel trygt að því er snertir eftirlitið frá hálfu þingsins og landsstjórn'ar. En þetta er meira í orði en á borði. Ef formaður Búnfél. ísl. er ráðríkur og einráður og nær öðrum með- stjórnarmanni sínum á band sitt, þá getur hann eftir vild hagnýtt þær mörgu þúsundir, er lagðar eru til fél. af landssjóði, án þess þingið geti við ráðið, nema óbeinlínis eftir á, með því að neita um fé framvegis eða binda fjárveitinguna fostum skilyrðum. Eins og nú stendur, ræður þingið engu um það, hverjir eru í stjórn félagsins eða fulltrúar búnaðar- þingsins. En stjórn þess er ábyrgðarlaus, og verður þingið því að sætta sig við, eða segja „já og amen“ til þess, er gert hefir verið, nema ef um glæpasamlega fjársóun er að ræða. Líkt má segja um eftirlit landsstjórnarinn- ar. Yanalega er í einu ávísað allmiklu fé, án þess hægt sé í smámunum að hafa nákvæmar gætur á því, hveruig fénu er varið. Enda væri mjög óheppilegt og misráðið, ef landsstjórnin færi eins að gagnvart Búfél. ísi., og glöggur og gætinn fjárhaldsmaður fer að við ráðlítinn ungling að því er vasapeninga SDertir. Begar alls er gætt, virðist sjálfsagt að þingið kjósi með hlutfallskosningu 8 af fulltrú- um búnaðarþingsins. Vitaskuld skamma og svívirða margir þingið, og vilja svifta það ráð- um. En hvað um það. Alþingi hlýtur, þegar til lengdar lætur, að vera sá kraftur, er þjóðin beri jafnast traust til. Og svíki sá kraftur, er það sökum þess, að þjóðina sjálfa vantar kraft. Eg treysti því, að lesendur „Freys“ kryfji sjálfir þetta efni vel til mergjar áður en þeir kasta þungum steini að þeim, er fylgja þeirri skoðun, sem ég hefi nú látið í ljósi. Hermann Jónasson. * -* * Eg hefiálitið heppilegast að svarastrax ofan- ritaðri grein hr. alþingism. Hermanns Jónasson- ar, til þess að lesendur Freys þyrftu sem minst að hafa fyrir að glöggva sig á málinu, og fylgja með í röksemdafærslu okkar, hvors um sig. Það er gott, að hr. H. J. hefir tekið að sér að verja málið fyrir hönd stjórnarinnar og þeirra, er henni fylgdu, því margir munu líta svo á, að þá sé það vel flutt. Eg fyrir mitt leýti hefði þó óskað, að hann hefði slept úr grein sinni þeim köflum, sem ekkert koma við málefni því, sem um er að ræða, og því sem öllum er auðsætt, að hlýtur að vera rangt, en vandað sig þess betur á röksemdum og rök- færslum um málið sjálft. En á alt verður eigi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.