Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 13
PREYK. 29 eða fulltrúar búnaðarþingsins." Þar sprakk kýlið! Hr. H. J. og skoðunarbræðrum bans er ekki nóg að þjóð og þing bafi tryggilegt eftirlit með félaginu, og stjórn og þing (meiri hlutinn) geti ráðið hvernig það ver fó því, er það befir til umráða. Xei, aðalatriðið er, að ráðberra og bans flokkur á þingi (meiri hlut- inn), geti á hverjum tíma ráðið kosningum meiri hluta fulltrúanna, og hverjir eru í stjórn félagsins. — Einmitt það, hugsjónin hans Caligvla er ekki dauð enn þá: að setja öll höfuð Rómaveldis undir einn hatt, svo hægt sé að höggva þau öll aí í einu! Eg sýndi fram á í „Frey“ seinast, hvern- ig fara mundi fyrir Bf. Isl. ef pólitískir flokk- ar ættu að stjórna því. Við það skal ég eigi bæta hér. Aftur á móti vil ég benda hr. H. J. á að engin trygging er fyrir, að Búnaðarfé- lagið tæki frekar tillit til vilja þingsins, en það gjörir nú, þótt þingið kysi meiri hluta fulltrúauna. Það er kunnugt að þingmenn og aðrir, sem kosnir eru til þesskonar starfa og hér er um að ræða, fara eigi eftir vilja kjósendanna frekar en þeim sýnist. Má í þvi efui benda á framkomu hr. H. J. sjálfs í ritsimamálinu á þingi í sumar og áskoranir Húuvetninga til alþingis. Þá ætti hr. H. J. að vera kunnugt um, að enda þótt alþingi kjósi báða gæzlu- stjóra Landsbankans, ræður það þó litlu um hvernig bankanum er stjórnað. Þótt bankalög- in séu 20 ára gömul, er t. d. enn ekki farið að fullnægja þeim nema að nokkru leyti. Þann- ig er ekkert bankaútibú komið á fót á Seyð- isfirði, og aðeins örfá ár síðan að útibúin á Akureyri og Isafirði fóru að starfa. — Alþingi ákvað laun bankastjóra tiltölulega mjög há, og ætlaðist til að hann fengist eingöngu við banka- stjórastarfið, enda meira en nóg verkefni. En hver hefir reyndin orðið! Nú verandi bankastjóri hefir frá því fyrsta, að hann tók við stöðunni, aldrei setið sig úr færi, að ná í aukastörf, sem völd eður virðing hefir fylgt, verið lengi þing- maður, bæjarfulltrúi, formaður og meðeigandi í fjölda mörgum félögum o. s. frv. o. s. frv. Þetta hefir jafnt þingmönnum sem öðrum ver- ið kunnugt, enda átalið fleirum sinnum á þingi, en árangurslaust. í>á segír hr. H. J. að ef forseti Bf. ísL sé ráðríkur, og nái öðrum meðstjórnarmanni sínum á sitt band, geti hann hagnýtt sér þær mörgu þúsundir, er félagið fái úr landssjóði, án þess neitt sé hægt að gjöra fyr en eftir á. I þessu er neisti af sannleika, en lurðanlegt skilningsleysi er það hjá hr. H. J., að sjá eigi, að þetta breytist ekkert, þótt alþingi kjósi meiri hluta fulltruanna. Annars er óþarfi að gjöra ráð fyrir, að óráðvandir fjárglæfra- menn verði í meiri hluta í stjórn félagsins, hvernig sem kosningunum til búnaðarþings er hagað. Og ef menn yfir höfuð eiga að fara að gjöra sér slíkar grýlur, liggur beint við að snúa athyglinni þangað, sem hættan er mest. Getur ekki ráðrikur fjárglæframaður eins val- ist í ráðherra sætið eins og til forseta í Bf. fsk; og ætti sá ráðherra ekki auðveldara með að hagnýta sér 100,000 kr. en forseti Búnað- arfélagsins 1000? Og et eftirlitið með Bf. ísl. er mest í orði og eftir á, eins og hr. H. J. segir, hvernig er þá eftirlitið með landssjóði? Er hr. H. J. fullkunnugur landsreikningunum,. þótt hann sé þingmaður? Gjaldendur, þjóðin, eru að minsta kosti ekki eins kunnugir þeim eins og reikningum Búnaðarfélags íslands. Hr. H. J. segir að komið hafi til tals á þingi 1903 að breyta kosningu fulltrúanna í þá átt, er hann heldur fram, en segir að hætt hafi verið við það, aðallega af því að þá hafi verið svo sérstaklega áhugasamir og nýtir menn í stjórn félagsins. Nú segir hann að ýmsir hafi álitið að eigi væri lengur til setu boðið. Þetta þarf útskýringar við. Lektor Þórhallur Bjarnarson og d'ocent Eirlkur Briem réðu þá sem nú mestu í stjórn félagsins, og mér er eigi kunnugt um, að þeim hafi neitt farið aftur siðan hvorki siðferðislega né í framtakssemi og dugnaði, hvað þá eins stórkostlega og hr. H. J. virðist gefa í skin. Málalengingar hr. H. J. um þjóðjarðasölu, Ræktunarsjóðinn, Fiskiveiðasjóðinn og s. frv. koma ekkert þessu máli við. Þo vil ég mmna a að Ræktunarsjoðurin n er í vörzlum lands- stjórnarinnar og Bf. ísl. hefir að eins tillögu- rétt um, hverjum veita skuli lán og verðlaun ur honuin. Eiskiveiðasjóðurinn er algjörlega óviðkomandi Búnaðarféiaginu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.