Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 9
FREYR. 41 ist jarðhitinn og lofthitinn nokkurnveginn að á surarum. Framan af sumrum er lofthitinn venjulega nokkuð meiri en jarðhitinn, en jarð- hitinn meiri en lofthitinn seinni hluta sumars. I heiðskíru veðri er jarðhitinn nokkuð meiri á daginn, en lofthitinn meiri á nóttum. — Rótt er það hjá höf. að æskilegt væri að jarð- hitinn væri mældur í gróðrarstöðvunum, en þær mælingar eru kostnaðarsamar, ef þær eiga að vera ábygglegar. En séu þær eigi ábyggilegar, gjöra þær fremur glundroða en gagn. Fyndni höf. um að eg virðist ekki vita að kartöflur vaxa á Norðurlandi, þarf eigi að að svara. Annað mál er það, að eg vil ekki trúa í blindni, að skilyrði fyrir kartöfiu og rófna- rækt séu þriðjungi betri á Norðurlandi en á Suðurlandi, og þykir mér leitt að höf. skuli mislfka það. Um uppskeruskýrslur höf. frá nágranna- löndunum skal eg vera st.uttorður; þær sanna eins og áður er drepið á nauðalítið, af því hit- inn er þar mikið meiri en hjá oss Eg gat þess í grein rninni, að kartöflu- uppskeran hefði verið helmingi minni í Lulea 1903 en á Akureyri 1904, og var þó það sum- ar gott í Norður-Svfþjóð. Og lakleg sönnun finst mér það fyrir kartöflunppskerunni á Ak- ureyri, að mesta uppskera, sem fengist hefir í Luleá, skuli vera 100 tn. eða */5 hluta minni en á Akureyri, þrátt fyrir það þótt sumarhitinn þar sé */4 meiri en á Akureyri eða því sem næst. Mig, furðar heldur ekki á, þótt mikil kartöflu og rófnauppskera geti fengist, þegar bezt árar í dölunum í Svíþjóð. Meðal- sumarhitinn er þar um eða yfir 15°. Loks á eg bágt með að átta mig á sönnunargildi skýrslu Bastians Larsen, sem höf. talar um. Elestar tilraunirnar voru gjörðar í sunnanverðum Noregi, þar sem sumarhitinn er mikið meiri en hjá oss, en þó er uppskeran */8 minni en á Akur- eyri. í>á ber þess að gæta, að „Halsnæs“ er fóðurkartafla, og að skýrslan sýnir að öll af- brigðin, sem reynd vóru og hæf þykja til mann- eldis, gáfu miklu minni uppskeru. Rófnauppskeruskýrslur höf. verð eg rúms- ins vegna að sleppa að athuga; skaði að hann hefir eigi haft við hendina tilraunaskýrslur frá suðrænum löndum, t. d. Belgíu; þá hefði hann getað komið með háar tölur! Höf. verður að afsaka, að eg gjörði eigi samanburð á þurefnum og sterkju í kartöflum í Reykjavik og á Akureyri. Mér vitanlega hefir hvorugt verið rannsakað í kartöflum í Reykjavik. Grein hr. Benthins í „Ugesknftet" skilur höf. á annan veg en eg. Uað skiftir í sjálfu sér litlu og vel eg ekki deila um það. En geta vil eg þó þess, að þýðing höf. á greininni hefir ekki sannfært mig um, að minn skilningur sé rangur. Eða til hvers fór hr. B. að skrifa greinina. Yar það til þess að fræða Dani um að kartöflur og rófur vaxi mikið betur á Is- landi en i Danm., eða gjörði hann það tilþess að sýna fram á, að gróðrarstöðvar hefðu aðeins „tilraunagildi11? Eg get ekki betur séð en al- staðar megi lesa á milli línanna, að hr. B. trúi ekki eða eigi bágt með að trúa að upp- skeran sé rétt. En ókurteisi hefði það verið af honum, manni algjörlega ókunnugum, að segja það með berum orðum. Eg hefi hvorki sagt eða gefið í skyn að áburðartilraunir þær, sem skýrt er frá í árs- skýrslu Ræktunarfélagsins séu rangar, það eru útúrsnúningar eða misskilningur lijá höf. En eg hefi sagt að nokkuð af áburðartilraununum, sem þar er skýrt frá, hafi ekki einu sinni gildi fyrir þann blett, sem þær eru gjörðar á, hvað þá fyrir almenning. Og eg hefi látið þá skoð- un í Ijósi, að eg álíti fremur til skaða en gagns að birta almenningi skýrslur um slikar tilraunir, og færði eg ástæður fyrir þeirri skoðun. Rétt er það hjá höf.. að „árangurinn“ af öllum þesskonar tilraunum, sem hér er um að ræða, á að birta almenningi, en af því leiðir engan veginn að árangursleysið hafi alment gildi. Guðjón Guðmundsson. Tilbúinn áburöur, ------ [Niðurl.] I undanfarandi tveimur heftum af Erey hefir verið skýrt frá ýmsum tegundum tilbúins

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.