Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 15
FREYR. 47 ur á að stofua 3 aðra mjólkurskóla, einn fyrir Vesturland, annan fyrir Austurlandið og hinn þríðja fyrir IÞrándheimsbygðarlögin. Náms- skeiðið á að vera 1 ár, og kenslan bæði bók- leg og verkleg. S. S. Frjósöm ær. A bóndabæ einum á Austur- landinu í Noregi lifði ær í vor, er hafði átt 15 lömb á 3 árum og 8 mánuðum. — I maí 1901 átti hún 3 lömb, 1 af þeim drapst. — 1902 átti hún aftur 3 lömb, er lifðu öll og eins 1903. Árið 1904 átti hún 2 lömb, og i janúar 1905 átti hún 4 lömb og lifðu þau öll. Eftirlitsfélög í Noregi voru 1. jan. þ. á. 145 alls. I þeim voru 2378 stærri og minni bænd- ur með alls 31,731 kú, eða 218 kýr til jafnað- ar í hverju félagi. Á hvern búanda komu 13 kýr til jafnaðar. Sauðfjár-kynbótabúið á Breiðabólstað. Ing- ólfur hreppstjóri Gfuðmundsson seldi í haust á uppboði 16 veturgamla hrúta af kyn bótafénu á 364 kr. eða 22,75 kr. hvern að meðaltali. Með- alvikt þeirra var 147 pd. Vænsti veturgamli hrútur kynbótabúsins viktaði 161 pd. og honum var slátrað og var kjötið 61 pd., mör 7 pd. og gæra 12 pd. sá léttasti 138 pd. Tvo hrúta á búið 2 vetra og viktaði ann- ar í haust 180 pd. og hinn 185 pd. — Vetur- gamlar gimbrar viktuðu frá 110—126 pd., og lambhrútarnir 16 þeir vænstu 93Y2 pd. að meðaltali. Fjárræktarfélag Þingeyinga. Eélagið seldi í haust 44 kindur, og seldust þær sem hér segir: 1 hrútur tvævetur á............. 80,00 kr. 4 — veturgamlir á 28, 40, 40, og 50 kr. Meðalverð 39,50 kr. 19 dilkhrútar á 6—16 kr. meðaltal 8,74 kr. 11 dilkgimbrar á 4—8 kr. — 7,50 kr. 2 ær veturgamlar, hvor á.........16,50 kr. 7 — eldri, hver til jafnaðar á 14,00 kr. Tvævetra hrútinn keypti Framfarafélag Grýtubakkahrepps, en hitt fiest félagar Ejár- ræktarfélagsins. Rabarbari. I?að má segja að vér Islendingar ræktum rabarbaraplöntuua bæði vegua nytsemi hennar og fegurðar. Aunarsstaðar er hún eingöngu ræktuð vegna nytseminnar; en hér erum vér óvanir að sjá annan eins feikna vöxt og hjá þessari plöntu, þegar hún á verulega goth £>að er svo mikil sæld í henni. Maður verð- ur hrifinn af að sjá blöðin þjóta uppúr mold- inni á vorin um leið og klakinn er að fara. Rabarbaraplantan heyrir súruættinni til. Hún er fleirær jurt; ræktuð í görðum og notast bjaðstilkarnir til matar. Á haustin visn- ar það sem upp úr jörðu stendur, en rótin lifir yfir veturinn og upp af henni vaxa á vori hverju ný blöf. Rabarbarinn getur vaxið á samablettinum um mörg ár og sprottið vel, ef' staðurinn er góður og áburðurinn nógur. Reiturinn á að liggja móti sól. Jarðvegur á að vera stung- inn upp alinnar djúpt áður en rabarbarinn er settur í hann. Jarðvegurinn á að vera kraft- mikill; sé hann það ekki í eðli sínu, þarf að bera í hann því meir af áburðarefnum. Auk venjulegs búpeningsáburðar er gott að bera á hann allskonar sorp og safnhauga. Til eru ýms atbrigði af' rabarbara; al~ gengust eru þau tvö, Linnæus og Victoria. Hið fyr nefnda hefir rauða fíngerða stilka, sér- lega bragðgóða; hið síðar nefnda grænleita, grófgerðari stilka, stórvaxnari og fleiri en á Linnæus. Rabarbara má fjölga með fræsáningu, en því fylgir sá ókostur, að ekki er að reiða sig á að f'á neina vissa, sérstaka, góða tegund. Eiginleikar þeirra plantna, sem vaxa upp af fræi, líkjast oft meir hinni upprunalegu teg- undamóður en þeirri plöntu, sem fræið er af, sé hún orðin breytt að einhverju leyti vegna ræktunarinnar frá upprunalegu eðli sínu; og svo er því varið með þessa jurt, eins og svo fjölda margar aðrar, að hún hefir breyzt við ræktunina, bæði af vixlfrjóvgun og langvar- andi úrvali. Yissasta aðferðin til að fjölga rabarbara er sú, að skipta þeim sundur. Bezt er að gjöra það að vorinu til, svo fljótt sem hægt

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.