Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 13

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 13
FRFYR. 45 Heiðafélagið dariska léti verkfræðinga sína vinna að þesskonar mælingum i Danmörku endurgjaldslaust, og að það mundi fúst á að ljá verkfræoing með sömu kjörum til þess að mæla fyrir Þjórsárveitunni, ef stjórn Búnaðar- félagsins færi þess á leit. JÞegar eg kom heim til Reykjvíkur skýrði eg strax forseta Búnaðarfélagsins frá samtali okkar Westermanns. Hann skrifaði þegar skólastjóra Schröder í Askov, sem er í stjórn Heiðafélagsins, og spurðist fyrir hjá honum um, hvort félagið mundi geta léð vatnsveitinga- fræðing næsta sumar og með hvaða kjörum. Schröder tók vel í málaleitunina og réði stjórn Búnaðarfélagsins til að skrifa Heiðafélaginu sem fyrst opinberlega, og var það gjört. Svar Heiðafélagsins kom svo fyrst í febrúar s. 1., og býðst það til að lána einn af vatnsveitinga- fræðingum sínum, hr. cand. polyt. K. Thalhit- zer, næsta sumar endurgjaldslaust, en Búnaðar- félagið verði að kosta ferð hans að heiman og heim og dvöl hans hér og nauðsynlega með- hjálp. Hr. Thalbizter kemur að likindum til Reykjavíkur í maí með „Ceres“, og verður við mælingarnar næsta sumar og með honum Sig. Sigurðsson ráðanautur og líklega 2 aðstoðar- menn. Vonandi verður mælingunum lokið næsta haust, og gjörir hr. Th. þá væntanlega uppdráttinn af vatnsveitingasvæðinu næsta vetur ásarot áætlun um kostnað við áveituna og viðhald hennar og væntanlegar tekjur. Öll- um undirbúningi ætti því að verða lokið vorið 1907. En þá er eftir að framkvæma verkið, ef það dæmist arðvæulegt, sem allar líkur eru til, og mun Freyr leggja þar orð i belg á sín- um tíma. Eg hefi skrifað ofanritaða grein til þess að skýra lesendum Freys frá gangi þessa stór- máls, og hvernig það horfir við nú, og til að leiðrétta missagir, sem komið hafa fram í einu af Reykjavíkur-blöðunum. Guðjón Guðmundsson. Viili-hestar, í Atlantshafinu, æði langt f'rá ströndum Nýja-Skotlands, er eyja ein, sem nefnist Sandey og er þar mjög stormasamt. Eyjan er ein- kennileg i lögun, myndnð af tveim samhliða malarkömbum, sem beygjast saman til endanna og innilykja aflangt stöðuvatn; graslendi er þar talsvert og góðir hagar víða. Það sem einna markverðasta þykir við eyju þessa erjþað, að hana byggja ekki aðrar verur úr spendýraflokki en villihestar og svo mesti sægnr af sel, sem skríður þar á land og sleikir sólskin. Hestar þessir eru smáir vexti og halda sig í stórum flokkum og eru á síf'eldu reiki um eyjuna. Sagan segir, að stóð þetta eigi ætt sína að rekja til nokkurra hesta, sem í byrjun 16. aldar hafi bjargast í laud úr spönsku skipi er strandaði þar. Eyrir 25 árum var talið, að alls væri þar 500 til 600 lmstar, en þeim hefir farið fækkandi, svo aðnu eru þeir ekki fleiri en ca. 200 og skiptast þeir 5 stóð eða flokka. Ekki eru þó fleiri en tveir þriðju hlutar þeirra hrein- ir afkomendur skipbrotshestanna; hitt er af- kvæmi innfluttra hryssa og villi-hestanna. Sagt er að illa hafi gengið að blanda kynin, því að villigraðhestarnir vildu helzt engin mök eiga við hryssur þær, sem aðfluttar voru. Hesta- kyn þetta hefir nú nýlega verið rannsakað af hestafræðingi og getur hann þess, sem sérstakr- ar furðu, hvað villi-hestarnir líkist ýmsum hesta tegundum hæði austur i Asíu og i Ameríku, sem útdauðar eru fyrir löngu. Lítur því út fyrir að Sandeyjar- hestarnir séu að hverfa aftur í líkingu hinna upprunalegu hesta, sem litu mjög öðruvísi út, en hestar á vorum dögum. Sandeyjar- hestarnir eru flestir ljósjarpir með dökkan ál fram að makka; þó eru þar líka hestar af öllum litum nema gráir; sá litur sést þar ekki. (Eftir Hippologisk Tidskrift) Myndarlegt fjós. Guðmundur Þorbjarnarson óðalshóndi á Hvoli í Mýrdal hefir látið reisa mjög myndar- legt fjós á síðastliðnu sumri. Fjósið er 10-{-12

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.