Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 11
FREYR. 43 mæla þá nákværolega. Merkja má þá sundur með hælurn. Aburðinn þarf að vigta með ná- kvæmni og strá honum jafnt yfir. Bóndinn skrifar hjá sér hvenær hanh gerir þetta og at- hugar svo sprettuna. Hann skrifar einnig mánaðardaginn þegar slegið er. Slær og rak- ar af hverjum hletti fyrir sig og vigtar heyið um leið, og skrifar hve rnikið kemuraf hverjum bletti. Getur bóndinn lært svo mikið af þess- ari tilraun, ef hann gerir hana með nákvæmni, að honum er ekki ofætlun að sjá, hvort hann eigi að bera tilbúinn áhurð á eða ekki. Það er ekki teljandi ómak, sem þetta hefir í för með sér, ef reitirnir eru ekki fleiri; en eins og eðlilegt er, verður svarið, sem þessi tilraun gefur, ekki eins tryggilegt og þarf að að vera svo alment verði á því bygt. Til þess þyrftu að vera samanburðar blettir, þrjár eða fjórar endurtekningar á sama staðnum, svo komið geti í ljós hvort skekkja hafi einhver- staða orðið; það getur ætíð átt sér stað. En þá fara tilraunirnar að verða svo umfangsmikl- ar og þurfa að gerast með svo mikilli nákvæmni, að þær eru ekki allra meðfæri. Kalk. Kalk er eitt af þeim efnum sem jurtirnar þarfnast til vaxtar og viðhalds, en þar sem oftast er til i jarðveginum svo mikið af því, sem þær þurfa að taka til sín, er ekki þörf að hera það á í því skyni. Gagnsemi kalkins í jarðveginum er aðallega önnur. £>að flýtir fyrir efnabreytingunni, gerir jarðefnin að hæf- ari og betri jurtafæðu. JÞað bætir eðlisásig- komulag jarðvegarins. Leir, sem kalk er bor- ið á, verður auðunnari. Það á bezt við mýr- arjarðveg, leir og mold. A sandjörð skyldi það sízt berá. Kalkið verður að skoðast sem meðal til þess að gera hin dauðu efni í jarð- veginum aðgengileg fyrir jurtalífið. Af því leiðir það, að kalkið getur orðið brúkað um of. Sé ofmikið kalk borið á í einu eða of oft, og lítið eða ekkert af áburði jafnframt, þá ganga efnin i jarðveginum því fyr tii þurðar. Það má því eiginlega ekki skoða það sem sparnað á öðrum áburði að bera kalk á, heldur sem hjálp til þess að hafa sem mest not af áburð- inurn og efnum þeim, sem felast í jarðveg- inum. Að líkindum verður kalk lítið notað hér á landi fyr en farið verður að vinna það úr landinu sjálfu; nú vill svo vel til, að það er hér til (í Esjunni). Með sjávarströndum eru hér víða miklar kaikbirgðir í skeljasandi- Trúlegt er að hann verði einhverntíma not- aður, hvort sem það' nú verður eins og hann kemur fyrir eða tii kalkbrenslu. Ailur sandur bætir leirjörð og mýrarjörð ef hann er borinn á. Það gerði skeljasandur- inn óefað líka, en búast má við að notin af kalkinu, sem í honum er, verði nokkuð sein- fara, einkum af því það er ekki nógu fíngjört. Aburðarkalk, sem gengur kaupum og sölum, er aðailega tvenskonar: brent kalk og kolsúrt kalk. Brenl kalk. Þegar það er nýbrent er það kolsýrulaust. Það drekkurí sig mikið ai’vatni, sem það sameinast og við það framleiðist hiti; eftir það er það nefnt slökt kalk. Brent kalk hefir fljótari og meiri áhrif á jarðveginn en kolsúrt kalk. Það er því frem- ur notað á óræktar mýrar, sem nýlega er bú- ið að rífa í sundur. Af því þarf lika minna en kolsúra kalkinu og er því sérstök á- stæða til að taka það fram yfir þar sem flutn- ingskostnaður er mikiii. Kalk er sjaldan borið á oftar en má 10 ára fresti á sama blettinn, en það er ekkert smáræði, sem boiið er á af því í senn, og mjög svo misjafulega mikið; 800—2400 pd. á dag- sláttu er álitið í Danmörku að vera hæfilegt. Sumir álíta að réttara sé að bera rninnaá í einu en gjöra það oftar. A mýrarjörð, sem verið er að byrja að taka í rækt, er mest bor- ið; þar næst á leirmikinn jarðveg, minst í sendna og góða ræktarmoid. Bezt er að brenda kalkið verði sem minst fyrir áhrifum loftsins áður en það er borið á, svo að það taki sem minst i sig af kolsýru; vegna þess, að því minna sem er af henni, þess fremur getur það sameinast sýrum í jarðveg- inum. En þetta brenda kalk er látið samlag- ast nokkru af vatni rétt áður en það er borið á; ýmist með því að láta það liggja nokkurn

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.